PERMA-spurningalistinn fyrir vinnustaði: Velfarnaður grunnskólakennara

5. 5. 2022

Í þessari grein er sjónum beint að velfarnaði grunnskólakennara. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að þýða og staðfæra mælitæki sem ætlað er að meta velfarnað á vinnustöðum og hins vegar að prófa það meðal starfandi grunnskólakennara og afla upplýsinga um velfarnað þeirra. Mælitækið byggist á PERMA- velfarnaðarkenningu Seligman sem beinir sjónum að kenningum og rannsóknum sem leita svara við hvað gefur lífinu gildi. Fylgni þáttanna og heildarkvarðans við mælingu á hamingju og almenna starfsánægju var sterkari við mælingar á starfsánægju en hamingju. Þetta bendir til þess að mælitækið gefi réttmætar niðurstöður og mæli frekar velfarnað í starfi en velfarnað almennt.

Höfundar: Björg Kristín Ragnarsdóttir, Ingibjörg V. Kaldalóns og Amalía Björnsdóttir