Mér finnst námskeiðið klárlega hafa stutt mig (í kennslunni) Tengsl fræða og starfs á vettvangi

22.06.2021

Skólaárið 2019-2020 var í fyrsta sinn í boði að taka heilsársvettvangsnám sem launað starfsnám í grunnskólakennaranámi við Menntavísindasvið HÍ. Í rannsókninni sem hér er fjallað um var skoðað hvernig inntak námskeiðs, sem felur í sér starf á vettvangi, nýtist og styður nemana í kennarastarfinu og hvort nemarnir almennt teldu sig vel undirbúna fyrir kennarastarfið. Niðurstöður benda til almennrar ánægju með námskeiðið. Nemarnir telja viðfangsefni þess styðja þá í starfi og að umræðutímar í smærri hópum um námsþætti og eigin kennslu séu gagnlegir. Regluleg markviss ígrundun um kennsluna þótti efla nema í starfsþróun og mótun eigin starfskenningar.

Höfundar: Lilja M. Jónsdóttir, Guðbjörg Pálsdóttir og Edda Kristín Hauksdóttir