Íslenskukunnátta tvítyngdra barna: Tengsl staðlaðra málþroskaprófa og málsýna

7. 7. 2022

Niðurstöður fyrri rannsókna benda til að fjöltyngd börn á Íslandi séu lengur að tileinka sér íslensku sem annað mál en börn í stærri málsamfélögum. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt, annars vegar að meta íslenskukunnáttu tvítyngdra leikskólabarna með ítarlegum mælingum á málfærni og bera saman við meðalfærni eintyngdra jafnaldra. Hins vegar að bera saman niðurstöður af mælingum með málþroskaprófum við mælingar á sjálfsprottnu tali með málsýnum. Helstu niðurstöður voru að tvítyngdu börnin sýndu marktækt slakari færni í íslensku í samanburði við meðalgetu eintyngdra jafnaldra á öllum athugunum sem voru gerðar. Niðurstöðurnar eru mjög alvarlegar og kalla á breytt viðhorf í málörvun tvítyngdra leikskólabarna.

Höfundar: Hjördís Hafsteinsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir og Iris Edda Nowenstein