Hvernig verður ríkisbangsinn flippaður? List- og verkgreinakennarar á þremur skólastigum segja rýnisögur úr starfendarannsóknum sínum

21.04.2021

Mikilvægi skapandi hugsunar kemur fram í ákalli samtímans eftir nýsköpun. Hér er sagt frá starfendarannsókn átta list- og verkgreinakennara í samstarfi við háskólakennara sem stýrði rannsókninni. Niðurstöður sýndu að sú menning sem kennarar leituðust við að móta einkenndist meðal annars af því að kenna grunnvinnubrögð í bland við frelsi og sköpun, góðar kveikjur, tilraunir og skapandi samtöl. Með þátttöku í rannsókninni sýndu kennarar hvernig er hægt að vinna hefðbundin verkefni á skapandi hátt um leið og þess er gætt að kröfur aðalnámskrár séu uppfylltar.