Gildismat og sýn starfsfólks leikskóla á fullgildi í fjölbreyttum barnahópi

08.04.2021

Markmið rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að varpa ljósi á sýn og gildismat starfsfólks leikskóla á fullgildi í leikskólastarfi og valdastöðu barna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakrunn í jafningjahópi. Einnig var skoðað hvort sýn starfsfólks var ólík eftir menntun þess og starfsreynslu. Niðurstöður sýndu að starfsfólkið stefndi almennt að því að öll börnin væru fullgildir þátttakendur í barnahópnum, að þau væru viðurkennd „eins og þau eru“ og það kaus að hafa foreldra með í ráðum um starfið. Starfsfólk varð helst vart við að tungumál gæti leitt til útilokunar sumra barna. Vilji var til að stuðla að fullri þátttöku þessa hóps með auknum skilningi og umræðu um fjölbreytileika ásamt áherslu á vinatengsl.

Höfundar: Jóhanna Einarsdóttir og Eyrún María Rúnarsdóttir