Framkvæmd stefnu um menntun fyrir alla á Íslandi: Viðhorf skólafólks og tillögur um aðgerðir

24.06.2021

Menntun fyrir alla er ein af grunnstoðum stefnu íslensks skólakerfis, en í úttekt Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar kom fram að skólasamfélagið hefði hvorki skýra mynd af hugtakinu né fullnægjandi skilning á því hvað skólastarf á þeim grundvelli fæli í sér. Markmið greinarinnar er tvíþætt. Í fyrsta lagi að draga saman niðurstöður funda sem haldnir voru um allt land með það fyrir augum að skapa umræðu um stefnuna. Í öðru lagi er markmið greinarinnar að leggja fram tillögur greinarhöfunda um aðgerðir til að efla menntun fyrir alla í íslenskum skólum.

Höfundar: Edda Óskarsdóttir, Hermína Gunnþórsdóttir, Birna M. Svanbjörnsdóttir og Rúnar Sigþórsson