Ég reyni að taka tillit til aðstæðna þeirra, vera sveigjanleg Um gæði fjarnáms og fjarnámið í Menntaskólanum á Egilsstöðum

22. 5. 2022

Á síðustu árum hefur um helmingur framhaldsskóla á Íslandi boðið upp á fjarnám í ýmsum myndum, þar á meðal Menntaskólinn á Egilsstöðum. Fjarnámið þar hefur vaxið jafnt og þétt og hafa nemendur lýst yfir ánægju sinni meðal annars með spannakerfið, skipulag og samskipti við kennara. Erfitt hefur reynst að meta gæði fjarnáms á heimsvísu en þó hafa verið þróaðir ýmsir staðlar og má finna algeng þemu varðandi hæfni og hugarfar sem æskilegt er að kennara búi yfir til að ná árangri í kennslu á netinu. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á hvað stuðlar að auknum gæðum fjarnáms og farið er sérstaklega yfir samskipti, námsumhverfi og skipulag ásamt tæknilegum undirbúningi kennara. Greinin varpar ljósi á mikilvægi þess að kennarar öðlist þá hæfni og þekkingu sem kennsla í fjarnámi krefst.