„Ég hreinlega get ekki beðið eftir að hefjast handa“: Áhugahvöt og virkni nemenda í háskólanámi
4. 6. 2024
Höfundar: Anna Ólafsdóttir og Sólveig Zophoníasdóttir
4. 6. 2024
Höfundar: Anna Ólafsdóttir og Sólveig Zophoníasdóttir
Háteigsvegur v/Stakkahlíð
105 Reykjavík
Kt. 600169-2039<
Yfirlitskort af háskólasvæðinu
Veftímarit um uppeldi og menntun
Stofnsett 9. janúar 2002
ISSN 1670-0244
Menntavísindasvið Háskóla Íslands
Tímaritið er öllum opið samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 International License (CC BY 4.0)
Greinin segir frá rannsókn höfunda á þremur námskeiðum áherslusviðsins Upplýsingatækni í námi og kennslu sem kennt er á meistarastigi í Háskólanum á Akureyri. Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem greinin beinir athyglinni að var að varpa ljósi á upplifun nemenda af námskeiðum þar sem lögð var áhersla á virka þátttöku nemenda í mótun námskrár og hvort og þá hvernig sú upplifun rímaði við lykilþætti MUSIC-líkansins, en rannsóknir hafa sýnt að þessir lykilþættir efli áhugahvöt og virkni nemenda, séu þeir til staðar. Gagna var aflað um upplifun þátttakenda af námskeiðunum og MUSIC-líkanið nýtt sem greiningarrammi við úrvinnslu gagna. Niðurstöður rannsóknarinnar eru að nemendur upplifðu valdeflingu, gagnsemi, góðan árangur, áhuga og umhyggju í námskeiðunum, þ.e.a.s. þá lykilþætti sem MUSIC-líkanið samanstendur af.