Höfundar: Ingvar Sigurgeirsson og Amalía Björnsdóttir. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf nemenda, foreldra og kennara grunnskóla til heimanáms og hvort þættir eins og kyn og námsgeta hefðu áhrif á þessi viðhorf. …

Höfundar: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Hjördís Sigursteinsdóttir Tilgangur greinarinnar er að varpa ljósi á veikindi, veikindafjarvistir og læknisheimsóknir starfsfólks grunnskóla/tónlistarskóla og leikskóla í samanburði við annað starfsfólk sveitarfélaga í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Spurt …

Höfundur: Jón Ingvar Kjaran. Hér er fjallað um viðhorf framhaldsskólanema til staðalmynda á borð við útlit, kyngervi og kynhneigð. Til að skyggnast inn í hugmyndaheim þeirra var lögð megindleg myndakönnun fyrir 238 þátttakendur …

Höfundur: Atli Harðarson. Bókin Lýðræði og menntun (Democracy and education) er höfuðrit Johns Dewey (1859–1952) um heimspeki menntunar. Hún kom fyrst út árið 1916 og á því aldarafmæli. Í þessari grein er gerð …

Höfundar: Sigrún Harðardóttir og Guðrún Kristinsdóttir. Hér er greint frá niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem ætlað var að varpa ljósi á hvað nemendur með námserfiðleika telja að hafi haft áhrif á námsárangur þeirra. Byggt …

Höfundar: Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Eygló Björnsdóttir. Í þessari grein er fjallað um sumarlokun leikskóla og hvernig ákvarðanir rekstraraðila tengdar þeim geta haft áhrif á faglegt starf í skólunum og starfsaðstæður kennara og …

Höfundar: Erla Sif Markúsdóttir og Lilja M. Jónsdóttir. Þessi rannsókn fjallar um hlutverk, ábyrgð og skyldur umsjónarkennara í grunnskólum á Íslandi. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn og var megintilgangurinn að kynnast viðhorfum þeirra til …

Höfundar: Sara M. Ólafsdóttir og Svanborg R. Jónsdóttir. Markmiðið með því verkefni sem hér er sagt frá var að nýta aðferðir nýsköpunarmenntar til þess að laða fram hugmyndir leikskólabarna um endurskipulagningu og hönnun …

Höfundur: Sigrún Aðalbjarnardóttir. Í þessari grein er athyglinni beint að kennurum í samtíð og framtíð og faglegu hlutverki þeirra. Þrennt er dregið fram hvað það snertir. Í fyrsta lagi mikilvægi þess að rækta …

Höfundur: Kolbrún Þ. Pálsdóttir. Hér er hvatt til þess að litið sé heildstætt á menntun og mótuð menntastefna sem horfi einnig til þess mikilvæga starfs sem unnið er á sviði tómstunda- og félagsmála. …

Höfundar: Jóhanna Kr. Arnberg Gísladóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Amalía Björnsdóttir. Markmiðið með rannsókninni sem hér er greint frá er að kanna starfsemi nemendaverndarráða í grunnskólum og hlutdeild nemenda í ákvörðunartöku í eigin málum …

Höfundur: Hrafnhildur Ragnarsdóttir. Markmið rannsóknar sem hér er kynnt var að kanna a) framfarir og einstaklingsmun meðal íslenskra barna í þremur málþroskaþáttum, orðaforða, málfræði og hlustunarskilningi á lokaári þeirra í leikskóla; b) hvort …

Höfundar: Kristín Karlsdóttir og Anna Magnea Hreinsdóttir. Greinin fjallar um starfendarannsókn sem fór fram samhliða þróunarverkefni í átta leikskólum í sveitarfélagi á höfuðborgarsvæðinu. Deildarstjórar leikskólanna, 23 talsins, tóku þátt í rannsókninni ásamt höfundum …

Höfundar: Jóhanna T. Einarsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. Tilgangur rannsóknarinnar var að finna aldursbundin viðmið fyrir máltjáningu íslenskra leikskólabarna út frá sjálfsprottnu tali eins og það birtist í málsýnum. Skoðaðir voru eftirtaldir þættir: Meðallengd …

Höfundar: Steinunn Helga Lárusdóttir, Anna Kristín Sigurðardóttir, Arna H. Jónsdóttir, Börkur Hansen og Guðný Guðbjörnsdóttir. Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008 á skóla í Reykjavík. Gagnaöflun fór fram …

Höfundar: Anna-Lind Pétursdóttir og Kristín Helga Guðjónsdóttir. K-PALS (e. Kindergarten Peer-Assisted Learning Strategies) er kennslunálgun sem felur í sér samvinnunám og aðferðir til að efla hljóðkerfisvitund, hljóðaþekkingu og umskráningarfærni barna. Börnin vinna í pörum eftir …

Höfundar: Hróbjartur Árnason and Halla Valgeirsdóttir. The fact that adults chose to spend otherwise free time on participating in adult education courses used to fascinate researchers. But when lifelong learning was discovered to …

Höfundar: Ruth Margrét Friðriksdóttir og Bragi Guðmundsson. Hvaða hugmyndir höfðu íslenskir skólamenn um grenndaraðferð og grenndarkennslu á áratugunum í kringum aldamótin 1900? Hvernig birtust þessar hugmyndir og að hvaða marki í tímaritum á …

Höfundar: Guðrún Kristinsdóttir og Hervör Alma Árnadóttir. Markmiðið með greininni er að varpa ljósi á reynslu rannsakenda af því að fá formleg leyfi og aðgengi að börnum til að rannsaka hagi þeirra og …

Höfundur: Heimir Pálsson. Miðaldahandritin AM 748 I b 4to og AM 757 a 4to hafa að geyma hluta Skáldskaparmála úr Snorra-Eddu auk annars efnis um skáldskaparlist. Í þessum handritum er meðal annars um að ræða sjálfstæða gerð …

Höfundur: Ólafur Páll Jónsson. Páll Skúlason skrifaði fjölmargar greinar um menntun, gagnrýna hugsun, eðli háskóla og mikilvægi menntunar og lýðræðislegs skólastarfs fyrir farsælt samfélag, en greinin Menntun og stjórnmál frá árinu 1987 varð einmitt kveikja …

Höfundur: Þórdís Þórðardóttir. Markmið rannsóknar þeirrar sem hér er greint frá er að varpa ljósi á hvernig mismunandi þekking leikskólabarna á barnaefni getur tengst kyni, uppruna og félagslegri stöðu þeirra í leikskóla. Spurt …

Höfundur: Birna Sigurjónsdóttir. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur gert heildarmat (ytra mat) í grunnskólum borgarinnar allt frá árinu 2007. Nær allir grunnskólar borgarinnar hafa verið heimsóttir og kennslustundir verið metnar út frá viðmiðum …

Höfundar: Ívar Rafn Jónsson og Birgir Jónsson. Í þessari grein segja höfundar frá aðferð sem þeir þróuðu til að bæta leiðsagnarmat í áföngum sem þeir kenna við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ (FMOS). Verkefnið snýst …

Höfundar: Svanborg R. Jónsdóttir and Julie Davis. The ideas for the Lone Pine childcare centre build on the Reggio Emilia philosophy of the whole community raising the child and respecting children’s strengths and …

Höfundar: Kristín Björnsdóttir og Kristín Stella L’orange. Samhengi menningar og fötlunar er áhugavert viðfangsefni og með því að skoða mismunandi menningarafurðir er hægt að fá vísbendingar um gildi og viðmið samfélaga. Leiknar kvikmyndir …

Höfundar: Gerður Guðmundsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir. Í greininni er varpað ljósi á misræmi á milli opinberrar stefnu í kennslu ensku og breyttrar stöðu ensku í íslensku málumhverfi. Rýnt er í nýlegar rannsóknir á …

Höfundur: Svanborg R. Jónsdóttir, Meyvant Þórólfsson, Jóhanna Karlsdóttir og Gunnar E. Finnbogason. Haustið 2012 hófu Nýsköpunarmiðstöð Íslands og tvö ráðuneyti ásamt fleiri samstarfsaðilum sameiginlegt átak um að efla þátt nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar (NFM) …

Höfundar: Gunnar Börkur Jónasson, Allyson Macdonald and Guðrún Kristinsdóttir. The purpose of this study was to analyse forces affecting teacher education in Iceland around the time of upgrading from secondary to university level. …

Höfundar: Hjördís Sigursteinsdóttir, Eva Halapi og Kjartan Ólafsson. Í þessari grein er skýrt frá niðurstöðum rannsóknar á netnotkun ungmenna í 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi og því hvort foreldrar setji þeim …

Höfundar: Fuhui Chen and Hanna Ragnarsdóttir. The aim of this study is to explore what situations immigrant single-parent families face in Iceland, their process of integration into Icelandic society and the educational experiences …

Höfundur: Viðar Halldórsson. Þessari grein er ætlað að varpa ljósi á íþróttaiðkun íslenskra ungmenna, skoða þróun skipulagðs íþróttastarfs og sérstaklega að skoða hverjir eru líklegastir til að taka þátt í íþróttum eftir ólíkum …

Höfundar: Hjalti Jón Sveinsson og Rúnar Sigþórsson. Greinin fjallar um tilraunaverkefni sem miðaði að því að koma á fót stuttri starfsnámsbraut innan Almennrar brautar við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) skólaárin 2011–2012 og 2012–2013. …

Höfundur: Þorsteinn Helgason. Kennslubækur í skólum og önnur námsgögn eru hagnýtt tæki í höndum kennara og nemenda en þær, ekki síst sögukennslubækur, eru einnig vitnisburður um viðhorf í samfélagi hvers tíma. Í þessari …

Höfundur: Stefanía Malen Stefánsdóttir. Brúarásskóli er fámennur skóli á Fljótsdalshéraði og hefur vakið athygli fyrir frjótt og skapandi skólastarf. Hann var valinn Nýsköpunarskóli ársins í flokki minni skóla árin 2012 og 2013, tvær útikennslustofur …

Höfundar: Laufey Axelsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir. Rannsóknin sem hér er greint frá fjallar um konur og karla sem starfa við uppeldi og kennslu í tveimur leikskólum á Íslandi. Lögð er áhersla á …

Höfundar: Bjørg Oddrun Hallås, Torunn Herfindal and Hege Wergedahl. Detailed knowledge about physical activity (PA) in both school and leisure time is of great importance in order to promote children’s health. This study …

Höfundar: Birna Sigurjónsdóttir og Börkur Hansen. Rannsóknin byggir á viðtölum við skólastjóra í 22 grunnskólum í Reykjavík. Hún leiðir í ljós áherslu skólastjóra á faglegt forystuhlutverk, árangur nemenda og umhyggju fyrir velferð og …

Höfundur: Helgi Skúli Kjartansson. Greinin fjallar um tilurð og sögu miðskóladeildar Menntaskólans á Akureyri (1948–1964). Um hana hefur áður verið ritað frá sjónarmiði stofnanasögu og persónusögu stjórnenda, bæði Menntaskólans og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hér …

Höfundar: Anna Lilja Sævarsdóttir, Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Hermína Gunnþórsdóttir. Í Aðalnámskrá leikskóla frá 2011 er lögð rík áhersla á foreldrasamstarf og jafnrétti. Deildarstjórar í leikskólum bera höfuðábyrgð á samvinnu sinnar deildar við foreldra og …

Höfundur: Jórunn Elídóttir. Talið er mikilvægt fyrir börn sem ættleidd eru til Íslands erlendis frá haldi nokkrum tengslum við upprunalandið, að tengslin efli skilning barnanna á ættleiðingarferlinu og stuðli að þroska jákvæðrar sjálfsmyndar. …

Höfundar: Birna Arnbjörnsdóttir and Patricia Prinz. Recently, the Department of English at the University of Iceland developed a series of special writing courses designed to enhance students’ English academic proficiency. One of the …

Höfundar: Guðmundur Sæmundsson og Sigurður Konráðsson. Í greininni segir frá rannsókn á málfari í umfjöllun um íþróttir í fjölmiðlum. Notuð er orðræðu- og textagreining og leitað fanga í fræðigreinum eins og stílfræði, málsálarfræðum …

Höfundur: Allyson Macdonald. The aim of this case study is to identify factors that influenced the research culture and the emerging research ethos in the Iceland University of Education (i. Kennaraháskóli Íslands) formed in …

Höfundar: Amalía Björnsdóttir, Jóhanna T. Einarsdóttir og Ingibjörg Símonardóttir. Tilgangur rannsóknarinnar sem hér segir frá var að kanna hvort málþroskamælingar við fimm ára aldur spái fyrir um ýmsa félagslega og sálræna þætti síðar …

Höfundar: Eygló Björnsdóttir, María Steingrímsdóttir og Sigríður Margrét Sigurðardóttir. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt er að greina reynslu kennara af innleiðingu á læsisaðferðinni Byrjendalæsi samkvæmt starfsþróunarlíkani, kanna viðhorf kennaranna í því sambandi og skoða …

Höfundar: Guðrún Björg Ragnarsdóttir og Anna-Lind Pétursdóttir. Í greininni segir frá rannsókn á áhrifum einstaklingsmiðaðra stuðningsáætlana með stighækkandi viðmiðum um frammistöðu á námsástundun grunnskólanemenda með hegðunarerfiðleika. Þátttakendur voru fjórir drengir á aldrinum sjö …

Höfundar: Þuríður Jóhannsdóttir [Thurídur Jóhannsdóttir]. The article describes the origin of a distance programme for teachers first offered at the Iceland University of Education in 1993 in response to a lack of qualified …

Höfundur: Anna Magnea Hreinsdóttir. Í greininni er fjallað um þróunarstarf og starfendarannsókn við leikskólann Árbæ. Tilgangur með þróunarverkefninu var að efla lýðræðisleg vinnubrögð í leikskólanum og stuðla að fræðslu og umræðum meðal starfsfólks …

Höfundar: Anh-Dao Tran og Hanna Ragnarsdóttir. Framtíð í nýju landi (FÍNL) var tilraunaverkefni um stuðning við víetnömsk ungmenni á Íslandi. Almennt má segja að víetnömsk ungmenni hafi komið sér áfram í íslensku samfélagi. Ungmennin …