Höfundar: Kristín Dýrfjörð og Guðrún Alda Harðardóttir.
Höfundar: Kristín Dýrfjörð og Guðrún Alda Harðardóttir.
Tímaritið er öllum opið samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 International License (CC BY 4.0)
© 2024 NETLA | Allur réttur áskilinn.
Matmálstímar í flestum leikskólum hafa að mestu verið óbreyttir í allmarga áratugi. Haustið 2012 ákvað leikskólinn Aðalþing að fara af stað með nýja nálgun við matmálstíma barna eldri en þriggja ára, með það að markmiði að valdefla börn. Hún fólst í barnstýrðum matmálstímum í sérstakri Matstofu. Annar greinarhöfunda leiddi innleiðingu verkefnisins og skráði það reglulega frá 2012–2020, aðallega með myndbandsskráningum og eru þau gögn grundvöllur þessarar rannsóknar. Bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á hugmynd um rammaskilyrði sem og kenningum um veruhátt og valdeflingu. Niðurstöður sýndu að börn voru lausnamiðuð og getumikil, þau réðu við aðstæður og umræður á eigin forsendum. Fram kom að hið nýja form stuðlaði að valdeflingu barna, sameiginlegur veruháttur varð til, sem meðal annars kom fram í matarsmekk, húmor og umræðum.
Útgáfudagur: 17.5.2023
Lesa grein