Höfundar: Eva Marín Hlynsdóttir og Silja Bára Ómarsdóttir.
Leiðbeining lokaverkefna er veigamikill hluti af kennslu háskólakennara, hvort heldur sem eru verkefni á grunnstigi eða framhaldsstigi. Innan félagsvísinda þá eru meistararitgerðir oft mjög viðamiklar og byggja jafnvel á sjálfstæðum rannsóknum nemenda. Þrátt fyrir þetta er engin þjálfun í boði við Háskóla Íslands fyrir leiðbeinendur lokaverkefna á meistarastigi. Í þessari rannsókn voru tekin tíu viðtöl við kennara með mikla leiðbeiningarreynslu á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands. Markmiðið var að draga fram þá þætti sem kennarar töldu skipta mestu máli í leiðbeiningarferlinu.
Niðurstöður benda til þess að þörf sé á vettvangi til að deila reynslu af leiðbeiningu og styrkja þjálfun leiðbeinenda. Greinin er framlag til þeirrar umræðu.
Útgáfudagur: 3. mars 2025