Algorismus: Fornt stærðfræðirit í íslenskum handritum

Höfundur: Kristín Bjarnadóttir.

Greinin er um fornan texta, Algorismus, í nokkrum íslenskum handritum en hann fjallar um indóarabíska talnaritun og er þýðing á latnesku ljóði frá um 1200 eftir franskan höfund. Í greininni er farið yfir reikniaðferðir í þessu forna íslenska stærðfræðiriti, raktar rannsóknir á uppruna textans og sett fram tilgáta um að ritið hafi verið þýtt og skráð í Viðey á 13. öld.

Útgáfudagur: 17.3.2004

Algorismus: Fornt stærðfræðirit í íslenskum handritum