Rannsóknir – Nýbreytni – Þróun


Ráðstefnurit Netlu: Rannsóknir – Nýbreytni – Þróun
Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Málþing Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
Hér á eftir fara sjö ráðstefnugreinar eftir tólf höfunda byggðar á erindum á Málþingi Menntavísindasviðs Háskóla Íslands – Rannsóknir – Nýbreytni – Þróun. Þingið var haldið í þrettánda sinn dagana 29.–30. október 2009 og bar að þessu sinni yfirskriftina Föruneyti barnsins – Velferð og veruleiki. Fjöldi erinda var fluttur á málþinginu en þessir höfundar þáðu boð um að birta ráðstefnugrein í ráðstefnuritinu sem hér fer á eftir. Leitað var til ritnefndar Netlu um að hafa umsjón með útgáfu þess. Ritstjórn ritsins skipuðu þau Ingvar Sigurgeirsson, Heiðrún Kristjánsdóttir og Torfi Hjartarson.

Rannsóknir – Nýbreytni – Þróun
Ráðstefnuritið árið 2009 hét eins og hér kemur fram Ráðstefnurit Netlu – Rannsóknir – Nýbreytni – Þróun. Ritið var hið fyrsta í röð ráðstefnurita sem komið hafa út í kjölfar árlegs málþings á vegum Menntavísindasviðs æ síðan og borið heitið Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika ásamt viðeigandi ártali frá árinu 2010.

Ráðstefnugreinar

Sigurlína Davíðsdóttir og Penelope Lisi
Lýðræðisleg skólastjórnun – hvar skiptir hún máli?

Meyvant Þórólfsson, Ingvar Sigurgeirsson og Jóhanna Karlsdóttir
Tilgangur námsmats: Rannsókn á stefnumörkun grunnskóla

Kristín Bjarnadóttir
Kennslubækur í reikningi fyrir börn í upphafi 20. aldar: Álit kennara og fræðslumálastjóra

Hafdís Ingvarsdóttir og Brynhildur Anna Ragnarsdóttir
EUROPROF-verkefnið: Veruleiki kennaranema í Evrópu

Auður Pálsdóttir, Allyson Macdonald og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Hvað græðum við á því að gera sjálfbæra þróun að sýnilegu viðmiði í skólastarfi?

Arna H. Jónsdóttir
Kvenlægur arfur og karllægur valdapíramídi: Sérstaða leikskólans og hin elífu átök

Allyson Macdonald
The alphabet soup agenda: What can Iceland learn from global programmes?