Grein: Rafrænar ferilbækur sem leið að aukinni námsvitund. Starfendarannsókn í sjónlistum

Í greininni er sagt frá starfendarannsókn um þróun rafrænna ferilbóka í sjónlistum á unglingastigi, sem fór fram skólaárið 2017-2018. Tilgangurinn var að efla nám með því að skapa sameiginlega sýn og samábyrgð nemenda og kennara auk þess að stuðla að aukinni einstaklingsmiðun. Niðurstöður benda til þess að rafrænar ferilbækur hafi haft margþættan ávinning, bæði fyrir nemendur og rannsakandann sjálfan. Einnig sýndu ferilbækur sig vera vettvang til ígrundunar þegar markvissum námsstuðningi var beitt og leið til að veita kennara yfirsýn á nám og framför nemenda.

Höfundar: Sandra Rebekka Önnudóttir Arnarsdóttir, Hermína Gunnþórsdóttir og Jórunn Elídóttir
► Sjá grein