Grein: Viðhorf foreldra og opinber leikskólastefna

Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á mat foreldra á gæðum leikskólastarfs í samhengi við menningarbundin viðhorf sem birtast í opinberri stefnu leikskóla. Sambærileg rannsókn var gerð tíu árum áður og niðurstöður beggja voru bornar saman. Viðhorf foreldranna til gæða leikskólastarfs var í samræmi við opinbera stefnu leikskóla hér á landi og annars staðar á Norðurlöndum. Fyrst og fremst lögðu foreldrar áherslu á að börn lærðu samskipti og félagslega hæfni í leikskólanum.

Höfundur: Jóhanna Einarsdóttir
► Sjá grein