Grein: Samvirkni og samvinna í þróunar- og umbótastarfi

Markmið rannsóknarninnar sem hér er fjallað er að öðlast skilning og þekkingu á því hvernig samvirkni í stefnumótun í skólamálum birtist í þremur sveitarfélögum á Íslandi með því að varpa ljósi á samskiptaform og vinnubrögð sem gætu stuðlað að eflingu og varanleika umbótastarfs. Niðurstöður benda til þess að meiri líkur séu á samvirkni þar sem meðal annars er unnið eftir hugmyndafræði um faglegt lærdómssamfélag. Þar sem miðstýring er meiri spyrna kennarar frekar við fótum og upplifa skólastefnu sem kröfur um breytingar sem jafnvel samræmis ekki hugmyndum þeirra um fagmennsku.

Höfundar: Helga Sigríður Þórsdóttir og Anna Kristín Sigurðardóttir  ► Sjá grein