Kynjað starfsumhverfi kvenkyns nýliða í grunnskólakennslu

Höfundar: Aðalheiður Anna Erlingsdóttir, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Valgerður S. Bjarnadóttir.

Rannsóknin er um hvernig nýlega brautskráðum kvenkyns kennurum í grunnskólum vegnaði í starfinu fyrstu árin, að hvaða leyti starfsumhverfi þeirra var kynjað og kvenvætt, og hvað reyndist styðjandi og hvað krefjandi. Greinin er byggð á viðtölum við fjóra kvenkyns nýliða sem rætt var við þrisvar til fjórum sinnum, á eins til tveggja ára tímabili. Konurnar fjórar voru á aldrinum 27–32 ára haustið 2021 þegar fyrstu viðtölin fóru fram og höfðu frá engri starfsreynslu til þriggja ára í fullu starfi sem kennarar eða leiðbeinendur.

Viðmælendum fannst munur á væntingum og kröfum til stuðningsfulltrúa innan skólanna eftir kyni. Minni kröfur væru gerðar til karlkyns stuðningsfulltrúa og þá virtust þeir bera minni ábyrgð. Í stöku tilvikum fannst þeim sama viðhorf eiga við um karlkyns kennara. Þeir styðjandi og krefjandi þættir sem voru mest áberandi voru víðtækt teymissamstarf kennaranna og samstarf við stuðningsfulltrúa.

Útgáfudagur: 9.12.2024

Lesa grein