NETLA VEFTÍMARIT UM UPPELDI OG MENNTUN
Í Netlu – Veftímariti um uppeldi og menntun eru birtar fræðilegar ritrýndar greinar á íslensku og ensku en einnig ritstýrðar frásagnir af þróunarstarfi, umræðugreinar, hugleiðingar, pistlar, viðtöl, ritfregnir og ritdómar um uppeldis- og menntamál. Þegar við á er leitast við að nýta kosti vefsins sem miðils og höfundar hafa í nokkrum tilvikum birt efni með hljóðdæmum og lifandi myndum. Sérrit hafa ýmist verið þemabundin eða tengd ráðstefnum um menntavísindi og birt ritrýnt efni og greinar af fræðilegum toga.
Mest efni í tímaritinu er á íslensku en ritrýndum greinum fylgja útdrættir á ensku og hvatt er til birtingar greina á ensku. Birting greina á öðrum tungumálum getur komið til álita. Öllum innan lands og utan er heimilt að senda efni í ritið og allt efni tengt uppeldi og menntun er tekið til athugunar hjá ritstjórn hvort sem byggt er á rannsóknum og fræðastarfi eða innsýn og reynslu.
Ritnefnd skipa akademískir starfsmenn á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og eru ráðgefandi fyrir ritstjóra tímaritsins. Sérrit Netlu og ráðstefnurit hafa að jafnaði lotið sérstakri ritstjórn á vegum Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands í samráði og samvinnu við ritstjórn Netlu.
Ekki er um fastan útgáfutíma að ræða í Netlu – Veftímariti um uppeldi og menntun heldur birtist efni um leið og það er tilbúið. Hægt er að skrá sig á póstlista og fá öðru hverju sendar tilkynningar um nýtt efni. Þeir sem hafa áhuga á að koma efni á framfæri í ritinu geta snúið sér til ritstjóra. Athugið að ekki er tekið við innsendum greinum í desember. Ritstjórnir ráðstefnurita og sérrita Netlu kalla sérstaklega eftir efni í þau.
Allar greinar allt frá stofnun ritsins 2002 ásamt ráðstefnu- og sérritum frá 2009 má finna á vefsetri Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun á slóðinni https://netla.hi.is. Allar ábendingar um útgáfuna eru vel þegnar.
Ritstjórar:
Amalía Björnsdóttir, prófessor (amaliabj@hi.is)
Jón Ásgeir Kalmansson, aðjunkt (jonkalma@hi.is)
Ritnefnd:
Megintilgangur tímaritsins er að auka þekkingu og faglega umræðu um uppeldis og menntamál á Íslandi með því að birta fræðilegt efni í formi ritrýndra greina, ritdóma og ítardóma. Skilyrði fyrir birtingu ritrýndra fræðigreina er að þær feli í sér nýnæmi og hafi ekki birst á öðrum vettvangi. Greinar geta verið á íslensku eða ensku en greinar á ensku skulu fela í sér alþjóðlegt nýnæmi – sjá upplýsingar fyrir höfunda.
Það kostar ekkert að senda inn grein í fræðiritið og enginn umsýslukostnaður er innheimtur vegna ritrýniferlis eða útgáfu. Greinar sem birtast í tímaritinu birtast einnig á Skemmunni og í Opnum vísindum.
Veftímaritið er í opnum aðgangi samkvæmt leyfi CC by 4.0 og notendum og stofnunum er frjálst að deila, afrita og dreifa efninu á hvaða miðli eða snið sem er í hvaða tilgangi sem er, jafnvel í viðskiptalegum tilgangi. Notendum er heimilt að lesa, hlaða upp, afrita, dreifa, prenta, leita í og tengja við fullan texta greina án fyrirfram fenginnar heimildar útgefenda eða höfunda svo lengi sem vísað er til heimildar. Höfundar halda dreifingarétti á greinum sínum.
Open Journal Systems (OJS) er hugbúnaðarforrit þar sem hægt er að gefa út fræðitímarit í opnum aðgangi.
Netla ásamt nokkrum öðrum íslenskum fræðitímaritum er gefið út í OJS.
Almennar fyrirspurnir berast til verkefnastjóra Menntavísindastofnunar eða til ritstjóranna sjálfra.
- Anna Bjarnadóttir verkefnisstjóri - sími: 525 5931 - netfang: annabjarnadottir@hi.is
- Amalía Björnsdóttir, ritstjóri - amaliabj@hi.is
- Jón Ásgeir Kalmansson, ritstjóri - jonkalma@hi.is