Gátlisti fyrir höfunda

  • Greinum skal skila í tölvupósti til ritstjóra
  • Höfundar ritrýndra greina skila tveimur handritum í sniðmáti Netlu, öðru fullbúnu og hinu án allra persónugreinlanlegra upplýsinga
  • Ritrýndar greinar eiga að vera á bilinu 6-10 þúsund orð, að heimildaskrá og íslensku ágripi meðtöldu
  • Miðað er við reglur APA um framsetningu tilvitnana, tilvísana og heimildaskrár
  • Íslenskum ritrýndum greinum skal fylgja 600-800 orða ágrip á ensku ásamt heiti greinar á ensku. Ágrip á íslensku eru styttri eða á bilinu 200-300 orð
  • Ágrip ritstýrðra greina á að vera samhljóða á íslensku og ensku og á bilinu 200-300 orð að meðaltalinni einni lokamálsgrein um höfund eða höfunda
  • Ritrýndri grein eiga að fylgja upplýsingar um höfunda á íslensku og ensku, um 60 til 70 orð á hvoru máli
  • Gera þarf grein fyrir höfundum mynda og uppruna annarra gagna eftir því sem við á. Ef mikið er af myndefni eða öðru hliðstæðu efni má taka saman sérstaka skrá með upplýsingum um uppruna