Hin óttablandna virðing: Um kennsluhætti og viðteknar hefðir í tónlistarnámi

Höfundar: Helga Rut Guðmundsdóttir og Freyja Gunnlaugsdóttir.

Í greininni er fjallað um viðtekna kennsluhætti í tónlistarnámi. Horft er til kennsluhátta og samskipta í tónlistarmenntun á efri stigum, skoðað hvaða markmið liggja til grundvallar tónlistarnámi og áhrif valdaójafnvægis á tónlistarnemendur, auk mögulegra afleiðinga þess fyrir atvinnutónlistarfólk. Þetta er yfirlitsgrein þar sem rýnt er í ólíkar rannsóknir. Markmið greinarinnar er að varpa ljósi á ríkjandi starfshætti og fyrirkomulag tónlistarkennslu sem lítil umræða hefur verið um og hefur hingað til lítið verið gagnrýnt.

Útgáfudagur: 4. 6. 2021

Lesa grein