Höfundar: Pála Margrét Gunnarsdóttir, Ingibjörg V. Kaldalóns og Hrund Þórarins Ingudóttir.
Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að öðlast aukinn skilning á hvernig feður upplifa hamingju við að eignast og eiga börn. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að feðurnir upplifðu hamingjuna á annan hátt eftir að þeir eignuðust börn. Þeir upplifðu meira af jákvæðum tilfinningum; djúpstæðri ást, gleði og þakklæti. Feðurnir lýstu auknum lífstilgangi eftir að þeir eignuðust börnin og fanst hamingjan merkingarbærri og innihaldsríkari. Þeir töldu lífið samt meira krefjandi en áður. Rannsóknin er mikilvægt framlag til rannsókna um hamingju innan jákvæðrar sjálfræði sem og rannsókna á upplifun feðra af hlutverki sínu.
Útgáfudagur: 31. 12. 2021