Höfundar: Guðrún Jóna Þrastardóttir, Hrönn Pálmadóttir og Kristján Ketill Stefánsson.
Höfundar: Guðrún Jóna Þrastardóttir, Hrönn Pálmadóttir og Kristján Ketill Stefánsson.
Tímaritið er öllum opið samkvæmt skilmálum Creative Commons Attribution 4.0 International License (CC BY 4.0)
© 2024 NETLA | Allur réttur áskilinn.
Inngilding (e. inclusion) er mikilvæg fyrir gæðaríkt leikskólastarf sem getur haft langvarandi jákvæð áhrif á nám og þroska barna. Markmið rannsóknarinnar var því að skoða hvaða þættir í fari starfsfólks leikskóla, starfshátta þeirra og starfsumhverfis tengdust sterkast trú starfsfólks á eigin getu til inngildingar. Niðurstöður sýndu að til að auka trú starfsfólks á eigin getu til inngildingar væri vert að horfa sérstaklega til þess að auka trú starfsfólks á eigin getu til að styðja við fullgildi (e. belonging) barna. Einnig var áhugavert að trú starfsfólks á eigin getu til að mæta krefjandi hegðun barna skipti töluverðu máli í leikskólum þar sem trú á eigin getu til inngildingar var lág en minna máli eftir því sem trú á eigin getu til inngildingar mældist hærri.
Útgáfudagur: 12.12 2023
Lesa grein