Höfundur: Kristín Á. Ólafsdóttir.
Viðfangsefni þessarar greinar er þróun leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum. Dregin eru saman brot úr 35 ára sögu greinarinnar hér á landi og sett í samhengi við skólaþróun og erlend áhrif. Lagt er mat á stöðu greinarinnar og bent á teikn um bjarta framtíð.
Útgáfudagur: 4.3.2005