Höfundur: Helga Rut Guðmundsdóttir.
Rannsóknin sem hér er lýst beindist að getu barna í 1., 3., og 5. bekk til að heyra tvær laglínur sem hljómuðu samtímis. Laglínupör voru sett saman á mismunandi vegu. Niðurstöður gáfu til kynna að eldri börnin væru fljótari að þekkja tvær samhljómandi laglínur og gerðu það af meiri nákvæmni en yngri börnin.
Útgáfudagur: 18.12.2007
Tónskynjun 7-11 ára barna: Þroskaferli í getu til að heyra tvær laglínur sem hljóma samtímis