Höfundar: Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Ingibjörg B. Frímannsdóttir og Sigurður Konráðsson.
Rannsókn sem hér er lýst tók til allra grunnskólakennara og gefur til kynna að um 84% þeirra hafa kennt íslensku sem bekkjarkennarar og 37% sem greinakennarar. Mat á eigin getu við íslenskukennsluna hélst í hendur við menntun kennaranna á þessu sviði. Stór hluti þeirra sem síst treystu sér til að kenna íslensku höfðu kennt hana.
Útgáfudagur: 31.12.2010