Höfundur: Wolfgang Edelstein.
Í þessari grein færir höfundur rök fyrir því að til þess að viðhalda lýðræði sé nauðsynlegt að unga kynslóðin fái strax á skólaaldri reynslu af lýðræðislegum starfsháttum. Hann bendir á ýmsar leiðir sem hægt sé að fara til að venja ungt fólk við virkt lýðræði, m.a. með bekkjarfundum, samfélagsverkefnum og þátttökunámi.
Útgáfudagur: 20.5.2010