Höfundur: Lilja M. Jónsdóttir
Ágrip: Hér er gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknar á viðhorfum fimm ungra grunnskólakennara til kennaranáms síns. Þetta er langtímarannsókn þar sem rætt var við kennara um reynslu þeirra fyrstu fimm árin í starfi frá brautskráningu. Rannsóknin byggist á rannsóknaraðferð sem höfundur kallar narratífu og veit hann ekki til þess að sú aðferð hafi áður verið notuð í menntarannsóknum hér á landi. Kennaranámið þótti að mestu leyti góður undirbúningur undir kennarastarfið og í langflestum tilvikum hefði það nýst vel. Kennararnir höfðu samt mjög ákveðnar skoðanir á því hvað þyrfti að bæta í kennaranáminu. Lögðu þeir mesta áherslu á lengingu námsins, aukið vettvangsnám, meiri hagnýta kennslufræði, aukna fræðslu um námsefni grunnskólans, aga og bekkjarstjórnun, hvernig best verður komið til móts við nemendur með sérþarfir og foreldrasamstarf.
Útgáfudagur: 27.6.2012