30.6.2012
Gunnar J. Gunnarsson
Trúarbragðafræðsla í samfélagi margbreytileikans

Í greininni er fjallað um trúarbragðafræðslu á tímum trúarlegs margbreytileika og fjölhyggju, meðal annars með hliðsjón af ályktunum og álitsgerðum Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu en í þeim er áréttað mikilvægi vandaðrar trúarbragðafræðslu til að auka skilning ungs fólks á hlutverki trúarbragða í fjölmenningarsamfélögum nútímans og dregið fram hvernig góð þekking á trúarbrögðum og lífsviðhorfum getur stuðlað að virðingu fyrir trúfrelsi og eflt skilning á félagslegum margbreytileika. Litið er til trúarbragðakennslu í Bretlandi, einkum aðferðum sem taka mið af óhjákvæmilegum áhrifum margbreytileikans á nemendur og sett fram sjónarmið um nálgun og áherslur í trúarbragðafræðslu hér á landi á tímum margbreytileiki og fjölhyggju í trúarefnum.