23/04/2018

Heimspekin sýnir okkur heiminn: Minning um Pál Skúlason (1945–2015)

Páll Skúlason - Af vef Háskóla Íslands

Í ► grein Ólafs Páls Jónssonar ræðir hann heimspeki Páls Skúlasonar og segir frá því hvernig greinin Menntun og stjórnmál frá árinu 1987 varð kveikja að skrifum hans sjálfs um heimspeki menntunar. Páll Skúlason heimspekingur fjallaði um flest svið heimspekinnar og segja má að ásamt nokkrum öðrum heimspekingum hafi hann lagt grunn að íslenskri heimspekihefð. Viðfangsefnin hafa verið allt frá frumspeki til hagnýtrar heimspeki. Páll skrifaði fjölmargar greinar um menntun, gagnrýna hugsun, eðli háskóla og mikilvægi menntunar og lýðræðislegs skólastarfs fyrir farsælt samfélag, og athygli vekur að þegar Páll ræðir erfiðustu mál samtímans á sviði stjórnmála og siðfræði þá snýr hann ævinlega að menntamálum. Því má segja um Pál, líkt og um John Dewey, að heimspeki hans sé ávallt öðrum þræði menntaheimspeki. Það einkenndi auk þess Pál sem heimspeking að hann vildi ekki einungis skilja tengsl manns og heims heldur vildi hann rækta þessi tengsl. Menntun, samkvæmt skilningi Páls, felst einmitt í ræktun þessara tengsla.  ► Sjá grein.

Designing for a childhood focusing on conservation and sustainability

Koala-björn í Lone Pine, Ástralíu.

In this ► article by Svanborg R. Jónsdóttir and Julie Davis the authors present the development of a project that combines the environment of the Lone Pine Koala and wildlife sanctuary, a children’s day care centre and aims of sustainability. The first author, visiting the site from Iceland, was introduced to the project by the second author. They discuss the importance of sustainability education (SE) and describe the project and the collaboration of the Lone Pine Sanctuary with the Queensland University of Technology. The ideas for the Lone Pine childcare centre build on the Reggio Emilia philosophy of the whole community raising the child and respecting children’s strengths and interests. The intention for early learning in the centre is that experiences will be enhanced by an environmental and conservation focus including routine excursions to the sanctuary. Lone Pine Sanctuary leaders initiated a collaborative project with the Queensland University of Technology, based their expertise in Early Childhood Education for Sustainability. The collaboration created a cross-disciplinary net-work between academics and students from Early Childhood Education and Design. The authors conclude that the Lone Pine Project is an example of ambitious goal setting in SE based on quality collaborations between multiple partners. ► See article.

Í ► grein þeirra Svanborgar R. Jónsdóttur og Julie Davis segja höfundar frá þróun verkefnis sem snýst um að koma á laggirnar leikskóla í dýragarðinum Lone Pine Koala, sem auk koalabjarna hýsir margar tegundir af villtum áströlskum dýrum. Leikskólinn mun starfa með sjálfbærni að leiðarljósi. Fyrsti höfundur greinarinnar heimsótti dýragarðinn í september 2014 og annar höfundur kynnti honum verkefnið. Í greininni ræða höfundar um mikilvægi sjálfbærnimenntunar og lýsa verkefninu og samstarfi starfsmanna í dýragarðinum Lone Pine og Queensland University of Technology (QUT). Hugmyndir um fyrirhugaðan leikskóla byggja á hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem allt samfélagið á að taka þátt í uppeldi barnanna og starfið byggir á styrkleikum og áhugamálum þeirra. Markmiðið er að nám barnanna í leikskólanum eflist með reynslu af starfi sem byggir á áherslum um umhverfisvernd og reglulegum heimsóknum í dýragarðinn. Starfsmenn Lone Pine höfðu frumkvæði að samstarfi við QUT til að njóta sérfræðiþekkingar þeirra á leikskólastarfi með sjálfbærni að leiðarljósi. Samstarfið leiddi af sér þverfaglegt verkefni innan háskólans og við Lone Pine þar sem nemendur í leikskólafræðum annars vegar og hönnun og listum hins vegar unnu saman ásamt fræðimönnum. Höfundar komast að þeirri niðurstöðu að verkefnið um leikskóla í Lone Pine sé dæmi um metnaðarfulla markmiðssetningu í menntun til sjálfbærni byggðri á gæðasamstarfi margra aðila. ► Sjá grein.