23/04/2018

Why do people with little formal education not participate in lifelong learning activities? The views of adult educators

Adult participation in organized learning activities has been the subject of intensive research since the 1960s. The fact that adults chose to spend otherwise free time on participating in adult education courses used to fascinate researchers. But when lifelong learning was discovered to be a driving force for the economy, participation in learning activities became an adult’s obligation, and thus, those who stay away have become interesting. This is especially true for the segment of society that has a low level of formal education and for whom western societies have actively tried to recruit to increase their education. This ► paper by Hróbjartur Árnason and Halla Valgeirsdóttir adds a new point of view to the picture emerging from this field of intensive inquiry by adding the perspective of adult educators – people who have regular interactions with both non-participants and participants, and thus gives a different vantage point than prior research has given. We present the results of a qualitative study based on small focus group interviews with a total of 22 adult educators from eight lifelong learning centres in Iceland. Although the study confirms much of what prior inquiries have found, its major findings lie in an area less emphasized in earlier research: The adult educators witness that a large portion of non-participants with lower levels of formal education, express a longstanding desire to further their education but many stay away because of insecurity, distrust in their learning abilities and negative earlier experience of school. Recent studies, based on surveys or interviews with the target group, have uncovered aspects such as “barriers” to participation, and non-participants’ claims that they find trainings and other organized learning events irrelevant to their needs or situation. Our results indicate that a substantial number of nonparticipants in Iceland stay away from organized learning because of prior bad experiences and a lack of self-esteem. Our findings should encourage lifelong learning organizations to design and present their offerings in ways that take this insecurity into account. ► See article.

Frá því á sjöunda áratug síðustu aldar hafa margir rannsakað þátttöku í fullorðinsfræðslu. Sú staðreynd að fullorðnir nota frítíma sinn til að taka þátt í skipulögðu námi þótti það áhugaverð að hún varð að einu stærsta rannsóknarsviðinu sem sneri að námi fullorðinna. En þegar sú hugmynd að ævinám væri einn af drifkröftum hagkerfisins varð þátttaka í símenntun fljótlega talin skylda hvers vinnandi manns. Þar með urðu þeir sem taka ekki þátt áhugavert rannsóknarefni. Þetta á einkum við um þá hópa samfélagsins sem hafa litla formlega menntun og yfirvöld í vestrænum samfélögum hafa reynt að hvetja til náms á fullorðinsárum. Þessi ► grein Hróbjarts Árnasonar og Höllu Valgeirsdóttur bætir nýju sjónarhorni við þá mynd sem rannsóknir á þessu sviði hafa dregið upp. Hér er litast um af sjónarhóli fullorðinsfræðara – fólks sem vinnur með og á í reglulegum samskiptum við fólk sem ýmist stundar nám á fullorðinsárum eða lætur það vera. Í greininni birta höfundar niðurstöður megindlegrar rannsóknar byggðri á rýnihópaviðtölum við samtals 22 fullorðinsfræðara sem starfa við átta símenntunarmiðstöðvar á Íslandi. Rannsóknin staðfestir vissulega margt sem fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós en mikilvægustu niðurstöðurnar liggja í þáttum sem hafa ekki áður komið fram á jafn skýran hátt: Viðmælendur hafa orðið þess varir að margir þeirra sem taka síður þátt í skipulagðri fræðslu á fullorðinsárum tjá langvarandi löngun til að menntast en halda sig fjarri námskostum vegna óöryggis, vantrausts á eigin námsgetu og neikvæðrar reynslu úr skóla. Nýlegar rannsóknir byggðar á könnunum og viðtölum við þennan hóp mögulegra nemenda hafa leitt í ljós atriði eins og „hindranir“ og fullyrðingar þeirra, sem taka ekki þátt, í þá veru að námskeið og annað skipulagt nám mæti ekki þörfum þeirra og henti ekki við þeirra aðstæður. Niðurstöður benda til þess að verulegur hluti þeirra sem taka síður þátt í símenntun á Islandi geri það líka vegna neikvæðrar reynslu af skóla og lakrar sjálfsmyndar. Þessar niðurstöður ættu að hvetja símenntunarmiðstöðvar til að hanna, skipuleggja og kynna tilboð sín með þær í huga og sníða fræðslutilboð að þörfum fólks sem treystir sér illa til að læra í formlegu skólaumhverfi. ► Sjá grein.

„Voruð þið að tala um mig?“: Um nemendavernd í grunnskólum

Krakkar í fótbolta á skólavelli

Í ► grein þeirra Jóhönnu Kr. Arnberg Gísladóttur, Guðrúnar Kristinsdóttur og Amalíu Björnsdóttur segir frá rannsókn á starfsemi nemendaverndarráða í grunnskólum og hlutdeild nemenda í ákvörðunartöku í eigin málum í ráðunum. Tilgangurinn með rannsókninni er að veita innsýn í störf ráðanna og draga lærdóm af niðurstöðum en einnig að vekja lesendur til umhugsunar um réttindastöðu grunnskólanemenda. Vaxandi skilningur er á mikilvægi þess að rödd barna fái hljómgrunn, að á þau sé hlustað og að þess sjáist merki við ákvörðunartöku í málum þar sem aðstæður þeirra og vandi eru til meðferðar. Nemendaverndarráð eru þverfagleg teymi sem eiga að starfa í grunnskólum landsins og þeim er ætlað að stuðla að velferð nemenda. Starfsemi þeirra hefur lítt verið rannsökuð og ekki hafa legið fyrir upplýsingar um þátttöku barna í meðferð mála sem tekin eru fyrir þar. Rafrænn spurningalisti var sendur til skólastjóra allra grunnskóla á Íslandi skólaárið 2013–2014. Alls bárust svör frá 84 skólum og var svarhlutfall 50% á landsvísu. Niðurstöður benda til þess að nemendaverndarráð starfi í flestum grunnskólum og töldu þátttakendur þau almennt starfa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Mál sem rata inn á borð nemendaverndarráða eiga það flest sameiginlegt að fjalla um málefni einstakra nemenda en hlutdeild nemenda í afgreiðslu mála sem þá snerta er takmörkuð. Þátttakendur töldu aldur og þroska nemenda og eðli mála helstu ástæður lítillar aðkomu nemendanna sjálfra. Meirihluta foreldra (86%) er tilkynnt að um mál barns þeirra sé fjallað í ráðunum en hlutfallslega fáum börnum er gert viðvart um það (17%). Niðurstöður benda til að tryggja þurfi betur hlutdeild nemenda í ákvörðunum um eigin málefni í nemendaverndarráðunum. ► Sjá grein.

Hliðvörður – hvert er hlutverk þitt? Þátttaka barna í rannsóknum

Dyr að skóla.

Markmið með ► grein Guðrúnar Kristinsdóttur og Hervarar Ölmu Árnadóttur er að varpa ljósi á reynslu rannsakenda af því að fá formleg leyfi og aðgengi að börnum til að rannsaka hagi þeirra og ræða við þau um málefni sem þau varða. Tilgangurinn er að efla umræðu um málið og vekja athygli á því hver réttur barnanna er í því sambandi. Rannsakendum ber að afla formlegra leyfa stofnana, forsjáraðila og barna við undirbúning rannsókna þar sem börn eru þátttakendur. Í slíkum rannsóknum þurfa rannsakendur oftar en ekki aðstoð við aðgengi að börnum frá stofnunum, fagfólki og forsjáraðilum, svokölluðum hliðvörðum (e. gatekeepers). Greinin er byggð á rýnihópaviðtölum og var rætt við starfandi fræðimenn við Háskóla Íslands. Allir höfðu þeir lagt stund á rannsóknir með börnum þar sem þau voru beinir þátttakendur og höfðu talsverða reynslu af samskiptum við hliðverði. Niðurstöður benda til þess að einfalda þurfi og skýra ferli formlegra leyfa slíkra umsókna hjá nefndum og yfirmönnum stofnana og að ferlið sé flókið, dýrt og tímafrekt. Það sé of persónubundið hvaða upplýsinga sé þörf, það geti verið bundið fræðigrein rannsakanda, og einnig njóti ákveðin svið meira trausts en önnur. Fram kom að stofnanir og fagmenn væru oft treg til þess að opna hlið fyrir rannsakendur þó svo að formleg leyfi lægju fyrir. Margt getur leitt til slíkrar tregðu og nefndar voru ástæður eins og efasemdir um hæfni rannsakenda til þess að ræða við börn og að hlífa eigi þeim við viðkvæmum spurningum. Rannsakendur höfðu á hinn bóginn ekki fundið teljandi fyrirstöðu hjá forsjáraðilum og börnum. Fræðimenn á sviði menntarannsókna höfðu ekki mætt sömu hindrunum hliðvarða og rannsakendur í heilbrigðis- og félagsvísindum. Nýlegar niðurstöður ýmissa athugana sýna óyggjandi hæfni barna til þátttöku í rannsóknum og kallar það á aukna meðvitund um áhrif og hlutverk hliðvarða. Það gæti leitt til fleiri rannsókna um líf og aðstæður barna frá þeirra sjónarhorni.  ► Sjá grein.