19/04/2018

Single-parent immigrant families in Iceland: Lives and educational experiences of their children

This ► article by Fuhui Chen and Hanna Ragnarsdóttir recites a study which was aimed to explore what situations immigrant single-parent families face in Iceland, their process of integration into Icelandic society and the educational experiences of their children. This is a qualitative interview study where 11 participants were recruited through a purposive sampling strategy. Data was collected in 2012 through semi-structured in-depth interviews. The main significance of the study is to give a minority group a voice while also providing important information for Icelandic society and educational system. Findings of the study indicate that the families and their children initially experienced difficulties in society and schools, partly related to marginalization and discrimination. However, social support systems, such as support from social networks and financial support from the state, and school support systems, such as special school support, do have positive effects on the lives of these families. According to the findings of this study, it is clear that the work-family conflict is alleviated by the financial and social support system. All the parents interviewed in this study are concerned about preserving their children’s mother tongue, but all of them put their first consideration on their children’s Icelandic language learning. Discontinuities between home and school are also discovered in this study. Most children in this study experienced marginalization in Icelandic schools, particularly in the first few months of attending the schools, when they were rejected by groups of Icelandic children.
See article.

Fjölgreinabraut í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Í annarri grein Tinnu Kristbjargar Halldórsdóttur og Sigrúnar Harðardóttur um úrræði og þjónustu við nemendur með sérþarfir, einkum vegna ADHD, sértækra námserfiðleika og sálfélagslegra vandkvæða, fjalla þær um fjölgreinabraut sem starfrækt var til reynslu við Menntaskólann á Egilsstöðum. Fjallað er um aðdraganda að stofnun brautarinnar, nemendahópinn á brautinni og námið sem þar var boðið upp á. Einnig er lýst fjölþættu mati á árangri af tilraunaverkefninu. Í lok greinarinnar eru hugleiðingar höfunda um þróun á úrræðum fyrir nemendur eins og þá sem brautina sóttu.

Að taka flugið: Þróunarstarf í Hlíðarskóla á Akureyri

Hlíðarskóli, Akureyri.
Grein Bryndísar Valgarðsdóttur, Reynis Hjartarsonar og Ingvars Sigurgeirssonar segir frá þróunarstarfi í Hlíðarskóla á Akureyri. Um tuttugu nemendur stunda nám í skólanum en hann er hugsaður er sem skammtímaúrræði fyrir þá nemendur sem af einhverjum ástæðum aðlagast ekki starfinu í heimaskóla sínum. Kennsluhættir í skólanum hafa til skamms tíma að mestu verið hefðbundnir en áhersla lögð á mikla nánd og einstaklingsmiðun. Á síðasta ári var ákveðið að ráðast í umfangsmiklar breytingar á kennsluháttum sem ásamt fleiru miða að því að efla þátttöku nemenda með fjölbreyttum viðfangsefnum sem tengjast áhugasviðum þeirra. Afar góð reynsla hefur fengist af þessari tilhögun og viðhorf nemenda, foreldra og starfsmanna til hennar mjög jákvæð.

Einstaklingsmiðun og sérstakur stuðningur í framhaldsskóla

Grein Sigrúnar Harðardóttur og Tinnu Kristbjargar Halldórsdóttur lýsir þróunarstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum um úrræði og þjónustu við nemendur með sérstakar þarfir á almennri braut. Í þessari fyrstu grein af fleirum um þetta þróunarstarf við skólann segir frá því hvernig leitað hefur verið leiða í átt að einstaklingsmiðuðu námi.

Diplómunám fyrir fólk með þroskahömlun

Grein Guðrúnar V. Stefánsdóttur og Vilborgar Jóhannsdóttur fjallar um starfstengt diplómunám við Menntavísindasvið Háskóla Íslands fyrir fólk með þroskahömlun. Niðurstaða þeirra er m.a. að nemendur og aðstandendur hafi verið ánægðir með námið og að það hafi aukið þátttakendum sjálfstæði, sjálfsvirðingu og sjálfsöryggi.

Ritdómur: Responding to Diversity at School

Ritdómur Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar er um bókina Responding to Diversity at School: An Ethnographic Study eftir Gretar L. Marinósson. Bókin greinir frá rannsókn Gretars á starfi ónafngreinds grunnskóla í Reykjavík þar sem hann skoðaði hvernig fjölbreytilegar menntunarþarfir nemenda eru meðhöndlaðar.