23/04/2018

Forspárgildi athugana á málþroska

Grein Jóhönnu Einarsdóttur, Ingibjargar Símonardóttur og Amalíu Björnsdóttir fjallar um rannsókn á því hvort málþroskamælingar við fimm ára aldur spái fyrir um námsgengi í samræmdum prófum í grunnskóla. Niðurstöður sýna að góð málþekking og hljóðkerfisvitund eru meðal þátta sem virðast stuðla að farsælu námi í grunnskóla.