19/04/2018

Hliðvörður – hvert er hlutverk þitt? Þátttaka barna í rannsóknum

Dyr að skóla.

Markmið með ► grein Guðrúnar Kristinsdóttur og Hervarar Ölmu Árnadóttur er að varpa ljósi á reynslu rannsakenda af því að fá formleg leyfi og aðgengi að börnum til að rannsaka hagi þeirra og ræða við þau um málefni sem þau varða. Tilgangurinn er að efla umræðu um málið og vekja athygli á því hver réttur barnanna er í því sambandi. Rannsakendum ber að afla formlegra leyfa stofnana, forsjáraðila og barna við undirbúning rannsókna þar sem börn eru þátttakendur. Í slíkum rannsóknum þurfa rannsakendur oftar en ekki aðstoð við aðgengi að börnum frá stofnunum, fagfólki og forsjáraðilum, svokölluðum hliðvörðum (e. gatekeepers). Greinin er byggð á rýnihópaviðtölum og var rætt við starfandi fræðimenn við Háskóla Íslands. Allir höfðu þeir lagt stund á rannsóknir með börnum þar sem þau voru beinir þátttakendur og höfðu talsverða reynslu af samskiptum við hliðverði. Niðurstöður benda til þess að einfalda þurfi og skýra ferli formlegra leyfa slíkra umsókna hjá nefndum og yfirmönnum stofnana og að ferlið sé flókið, dýrt og tímafrekt. Það sé of persónubundið hvaða upplýsinga sé þörf, það geti verið bundið fræðigrein rannsakanda, og einnig njóti ákveðin svið meira trausts en önnur. Fram kom að stofnanir og fagmenn væru oft treg til þess að opna hlið fyrir rannsakendur þó svo að formleg leyfi lægju fyrir. Margt getur leitt til slíkrar tregðu og nefndar voru ástæður eins og efasemdir um hæfni rannsakenda til þess að ræða við börn og að hlífa eigi þeim við viðkvæmum spurningum. Rannsakendur höfðu á hinn bóginn ekki fundið teljandi fyrirstöðu hjá forsjáraðilum og börnum. Fræðimenn á sviði menntarannsókna höfðu ekki mætt sömu hindrunum hliðvarða og rannsakendur í heilbrigðis- og félagsvísindum. Nýlegar niðurstöður ýmissa athugana sýna óyggjandi hæfni barna til þátttöku í rannsóknum og kallar það á aukna meðvitund um áhrif og hlutverk hliðvarða. Það gæti leitt til fleiri rannsókna um líf og aðstæður barna frá þeirra sjónarhorni.  ► Sjá grein.

An emerging research ethos 1998–2004: A case study from a merger in teacher education in Iceland

Nemar og kennarar við tölvur í Smiðju

The aim of this case study and ► article by Allyson Macdonald is to identify factors that influenced the research culture and the emerging research ethos in the Iceland University of Education (IUE) during the years 1998–2004. The IUE was formed in 1998 when four organizations merged, only one of which had staff with a salaried responsibility for research prior to the merger. The study analyses published documents, as well as summaries of research activity and other information, collected between 1998–2004, in order to describe internal assimilation and external adaptation, as well as interactions be-tween the two. Artefacts, basic assumptions and espoused values underpin the emergence of the culture (Schein, 2010). Attempts were made to strengthen the research infrastructure in the institution as staff members grappled with the need to engage in discovery, the scholarly activity defined by Boyer (1990) to be most like research. The IUE was characterized by new management structures, as well as provision of support and incentives. Staff motives for carrying out research influenced and were influenced by internal developments. The organizational culture was affected also by the external research environment, especially the changing research structures at the larger University of Iceland (UI) and changes in national research policy in science and technology. The interaction between assimilation and adaptation is apparent in the request for a national evaluation of educational research and in the development of research policy documents. There was some conflict between the tendency of staff to work on integration and application, as defined by Boyer (1990), and the external pressure to further develop discovery as a scholarly activity. The conflict arose in part because many of the staff were service-oriented in their work but the form of discovery dominating the external environment was oriented towards pure rather than applied research. The ethos of research activity was one of cautious optimisim about the value of research and growing self-confidence in carrying it out, tinged however with reluctant compliance with measures taken by management. The IUE and its staff wanted to be credible players in the field of research. ► See article.

Greinin er á ensku og fjallar um rannsóknarmenningu í mótun við samruna stofnana í kennaramenntun á Íslandi 1998–2004. Markmið tilviksrannsóknarinnar sem hér er lýst er að greina þætti, sem höfðu áhrif á rannsóknarumhverfi og starfsanda við Kennaraháskóla Íslands fyrstu sex árin eftir sameiningu fjögurra stofnana í nýjum skóla. Fyrir sameiningu árið 1998 var Kennaraháskóli Íslands eina stofnunin þar sem rannsóknir voru skilgreindur þáttur í störfum starfsmanna. Rannsóknin byggir á greiningu birtra upplýsinga, sem og samantektum á rannsóknarstarfsemi árin 1998–2004 til að lýsa innri samlögun og aðlögun að ytra umhverfi og samverkun þessara tveggja þátta. Verkfæri, grunnforsendur og yfirlýst gildi mynda grundvöll að mótun menningar við hina nýju stofnun (Schein, 2010). Reynt var að styrkja innviði rannsókna á meðan starfsfólk reyndi að mæta kröfum um að stunda rannsóknir (e. discovery). Stjórnunarhættir sem veittu stuðning og hvatningu til rannsókna voru teknir upp. Ástæður starfsfólks til að stunda rannsóknir mótuðust af og höfðu áhrif á innra umhverfi stofnunarinnar. Ytra rannsóknarumhverfi, einkum breytingar í Háskóla Íslands og stefnu hins opinbera í vísindum og tækni, hafði einnig áhrif á stofnanamenninguna. Samspil samlögunar og aðlögunar kemur glöggt fram í beiðni um úttekt á menntarannsóknum á Íslandi og á þróun rannsóknarstefnu. Það var ekki endilega samræmi á milli tilhneigingar starfsfólks til að vinna að samþættingu (e. integration) og beitingu (e. application) þekkingar samkvæmt skilgreiningu Boyer (1990) og ytri þrýstings um að stunda grunnrannsóknir (e. discovery). Togstreitan var að hluta til komin vegna löngunar starfsfólks til að veita þjónustu og kröfu yfirvalda um að stunda frekar grunnrannsóknir en hagnýtar rannsóknir. Starfsandinn einkenndist af varkárni og bjartsýni með keim af undirgefni. Stofnunin og starfsfólkið vildi standa sig vel í rannsóknum. ► Sjá grein.

Er hægt að vera óhlutdrægur í rannsóknum?

Grein Guðmundar Sæmundssonar snýst um hlutlægni eða óhlutdrægni þess sem rannsakar. Tilgangur greinarinnar er að hvetja alla rannsakendur til að huga að hlutlægni sinni og vekja til umhugsunar og umræðu um hvernig það verði best gert.