23/04/2018

Íþróttaþátttaka íslenskra ungmenna: Þróun íþróttaþátttöku og greining á félagslegum áhrifaþáttum

Drengir og þjálfarar

Frá og með seinni hluta tuttugustu aldar hefur íþróttaþátttaka vaxið það ört að fræðimenn hafa talað um „íþróttavæðingu samfélagsins“. Þessi aukna þátttaka á ekki síst við í íþróttum barna og ungmenna, sem eru í dag stærstur hluti þátttakenda í skipulögðu íþróttastarfi. Ástæður almennrar þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþróttastarfi má að einhverju leyti rekja til jákvæðra hugmynda almennings um slíkt starf þar sem litið er á íþróttafélög sem hluta af uppeldisstofnunum samfélagsins og því heppilegan vettvang fyrir samfélagslega aðlögun barna og ungmenna. En samhliða þessari þróun hefur fjölbreytni aukist í íþróttastarfi þar sem athæfi af sífellt fleira tagi fellur undir hefðbundna íþróttaskilgreiningu. Athæfi sem ekki endilega mætir væntingum um jákvæða þróun uppeldis fyrir ungt fólk. Þessari ► grein Viðars Halldórssonar er ætlað að varpa ljósi á íþróttaiðkun íslenskra ungmenna, skoða þróun skipulagðs íþróttastarfs og sérstaklega að skoða hverjir eru líklegastir til að taka þátt í íþróttum eftir ólíkum leiðum hér á landi. Greinin byggir á viðamiklum gögnum Rannsókna og greiningar á ungu fólki með megináherslu á könnun sem gerð var vorið 2014 meðal nemenda í 8.–10. bekk allra grunnskóla á Íslandi. Niðurstöður sýna að mun fleiri ungmenni stunda nú skipulagt íþróttastarf en árið 1992. Ennfremur hefur hlutfall þeirra sem æfa oft tvöfaldast hjá piltum og nærri þrefaldast hjá stúlkum á þessum árum. Íþróttaþátttaka í íþróttafélögum er mest meðal nemenda í 7. bekk en eftir það dregur jafnt og þétt úr þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþróttastarfi. Þátttakan eykst aftur á móti í íþróttum utan íþróttafélaga. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að ýmsir félagslegir þættir hafi áhrif á hvort og með hvaða hætti ungmenni stunda íþróttir. Þættir eins og kyn, aldur, búseta, heimilisgerð, hvatning foreldra, tengsl við vini og íþróttatengd virðing vina, tengjast allir íþróttaþátttöku ungmenna. Í þessu samhengi er mikilvægt að líta til þess að félagslegar hindranir geta haldið ákveðnum hópum ungs fólks frá uppeldisvænu tómstundastarfi á borð við skipulagt íþróttastarf. ► Sjá grein.

Physical Activity of 11–12 Year Old Pupils in Two Schools in Norway and Iceland

Fótleggir drengs á hlaupum í íþróttasal.

Detailed knowledge about physical activity (PA) in both school and leisure time is of great importance in order to promote children’s health. This ► article by Bjørg Oddrun Hallås, Torunn Herfindal and Hege Wergedahl gives an account of a study designed to investigate and compare the PA levels of sixth-grade pupils, 11–12 years of age, in two Nordic schools, during both school and leisure time by combining pedometer measures with activity diary records. Pupils from Norway (n= 44) and Iceland (n=37) wore pedometers for seven consecutive days and kept an activity diary for the first two days. After pupils’ PA had been registered for one week using a pedometer, no significant differences in pedometer step counts were found. Nor were there significant differences in the pedometer step counts between weekdays and weekends. But when looking only at the group of pupils reporting to meet the standard of at least 60 minutes PA and 12,000 pedometer step counts per day for girls and 15,000 for boys, results revealed that there were a higher percentage of Norwegian pupils in this group. However, within this group the Icelandic pupils were active for a longer period and had higher pedometer step counts. The Norwegian pupils reported a significantly higher daily PA from walking or cycling to school than the Icelandic pupils. Among boys, there were no other significant differences. On the other hand, the Norwegian girls reported a significantly higher level of exercise in sports club and a significantly lower level of leisure time walks than the Icelandic girls. In conclusion, although the total amount of PA of Norwegian and Icelandic pupils was similar, a closer look at the various activities during school time and leisure time revealed significant differences between the case schools, including gender differences. The study has contributed to the knowledge about PA among 11–12-year-old pupils in two Nordic countries and revealed a need for more research into different factors, in both school and leisure time that can contribute to increasing Nordic pupils PA levels. ► See article.

Nákvæm þekking á hreyfingu (e. physical activity) á skólatíma og í tómstundum er ákaflega mikilvæg þegar efla á heilsu barna. Í þessari rannsókn var könnuð og borin saman hreyfing 11 til 12 ára barna í sjötta bekk í tveimur norrænum skólum, bæði á skólatíma og í frjálsum tíma með því að tefla saman skrefamælingum og hreyfidagbókarfærslum. Nemendur í Noregi (n=44) og á Íslandi (n=37) gengu með skrefamæla í sjö daga samfleytt og héldu hreyfidagbók fyrstu tvo dagana. Eftir að hreyfing nemenda hafði verið mæld með skrefamæli í eina viku fannst enginn marktækur munur á fjölda skrefa. Ekki mátti heldur greina marktækan mun á skrefafjölda á virkum dögum og helgardögum. En þegar einblínt var á þann hóp nemenda, sem mætti þeirri lágmarkskröfu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur og taka fyrir stelpur 12.000 mæld skref á dag en fyrir stráka 15.000 mæld skref á dag, leiddu niðurstöður í ljós að hærra hlutfall norskra nemenda fyllti þann hóp. Íslendingarnir í hópnum, aftur á móti, reyndust hreyfa sig lengur og skila hærri skrefatölu. Norsku nemendurnir gerðu grein fyrir marktækt meiri hreyfingu fólginni í því að ganga eða hjóla til og frá skóla. Á meðal stráka var enginn annar marktækur munur. Stelpurnar aftur á móti sýndu marktækt meiri hreyfingu á æfingum á vegum íþróttafélaga og marktækt minni göngu í frístundum. Í hnotskurn má segja að þótt hreyfing norskra og íslenskra nemenda hafi verið ámóta mikil á heildina litið hafi nánari athugun á athöfnum á skólatíma og í frístundum leitt í ljós marktækan mun á þátttökuskólunum, meðal annars eftir kynjum. Rannsókn okkar hefur aukið þekkingu á hreyfingu 11 til 12 ára skólabarna í tveimur Norðurlanda. Niðurstöður okkar sýna þörf fyrir frekari rannsóknir á ýmsum þáttum sem geta stuðlað að því að nemendur á Norðurlöndum hreyfi sig meira. ► Sjá grein.

Hvílík snilld! Íslenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum

Fótboltaguttar við Glerárskóla - TH

Grein Guðmundar Sæmundssonar og Sigurðar Konráðssonar segir frá rannsókn á málfari í umfjöllun fjölmiðlafólks um íþróttir. Mikill fjöldi ungs fólk fylgist með og/eða tekur þátt í skipulögðum íþróttum. Sé litið til umfjöllunar allra fjölmiðlategunda um íþróttir má gera ráð fyrir að málfar þeirra hafi veruleg áhrif á málfar ungs fólks eins og það birtist í skólastarfi. Kennarar geta því haft verulegt gagn af því að skilja og notfæra sér einkenni og kosti íþróttamálfars í samskiptum sínum við nemendur og verið á varðbergi sé um einhverja ókosti að ræða. Í greininni er málfar um íþróttir í fjölmiðlum rannsakað með eftirfarandi rannsóknarspurningu að leiðarljósi: Hvað einkennir íslenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum? Notuð er orðræðu- og textagreining en einnig leitað fanga í fræðigreinum eins og stílfræði, málsálarfræðum og félagsmálfræði. Unnið var úr efni úr prentmiðlum og útvarpi (hljóðvarpi og sjónvarpi) frá árinu 2008, auk viðbótargagna úr vefmiðlum frá árinu 2012. Þrír flokkar einkenna fundust, auk fyndni sem líta má á sem eins konar yfireinkenni. Fyrsti flokkurinn er ýkt orðafar, sem greinist í ýkjur og afdráttarleysi, hástigsnotkun og hástigsmerkingu, og tvöfaldar eða viðbættar ýkjur. Annar flokkurinn er nýjungar í máli, sem skiptist í nýyrði, ný orðatiltæki, nýmerkingar og nýjungar í málfræði. Þriðji flokkurinn fjallar um skáldmál, þar á meðal stuðla, rím og orðaleiki, auk vísana í bókmenntir; aðrar íþróttir; átök – meðal annars hermennsku, afbrot og aftökur; samskipti; umferð og tæki; og loks náttúru. ► Sjá grein.

Orðræða fjölmiðla um íslenskar afreksíþróttakonur

Í grein Guðmundar Sæmundssonar lýsir höfundur orðræðu íslenskra fjölmiðla um íþróttakonur. Orðræðan býr yfir eigin einkennum, mjög í anda þeirrar umfjöllunar sem ríkir um konur almennt í íslensku samfélagi en að mörgu leyti ólík þeim einkennum sem fram koma um íþróttakarla. Þetta er niðurstaða rannsóknar á orðræðu íslenskra fjölmiðla yfir 60 ára tímabil um íslenskar afreksíþróttakonur sem náð hafa árangri á alþjóðavettvangi. Í rannsókninni var beitt þemabundinni og sögulegri orðræðugreiningu og skoðuð stef á borð við kvenlegt útlit, t.d. andlitsfegurð, fallegan líkamsvöxt, kvenlega hárgreiðslu og klæðnað, einnig samviskusemi, dugnað, tilfinningar, metnað, ákveðni og þrjósku, umhyggju og samvinnu.

Er hægt að vera óhlutdrægur í rannsóknum?

Grein Guðmundar Sæmundssonar snýst um hlutlægni eða óhlutdrægni þess sem rannsakar. Tilgangur greinarinnar er að hvetja alla rannsakendur til að huga að hlutlægni sinni og vekja til umhugsunar og umræðu um hvernig það verði best gert.