19/04/2018

Kennaramenntun og skólastarf í ljósi ólíkra viðhorfa til náms

Í grein Hafþórs Guðjónssonar er fjallað um kennaramenntun og skólastarf í ljósi þriggja ólíkra viðhorfa til náms sem höfundur kallar viðtökuviðhorfið, hugsmíðahyggju og aðstæðuviðhorfið. Viðtökuviðhorfið, segir höfundur, hefur verið ríkjandi viðhorf til náms um langan aldur og mótað starfshætti kennara bæði í skólum almennt og í kennaraskólum en jafnframt haldið okkur föngnum í þeirri þröngu sýn að það að læra merki að taka við því sem aðrir hafa hugsað. Bæði hugsmíðahyggju og aðstæðuviðhorfið má skoða sem andóf gegn viðtökuviðhorfinu og með því að leggja þau saman verður til kraftmikil sýn á nám sem ætti að geta auðveldað okkur að þróa nýja og betri starfshætti bæði í kennaraskólum og skólum almennt.

Ritdómur: Responding to Diversity at School

Ritdómur Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar er um bókina Responding to Diversity at School: An Ethnographic Study eftir Gretar L. Marinósson. Bókin greinir frá rannsókn Gretars á starfi ónafngreinds grunnskóla í Reykjavík þar sem hann skoðaði hvernig fjölbreytilegar menntunarþarfir nemenda eru meðhöndlaðar.