20/04/2018

Student demands and thematic learning at the University College of Education in Iceland in 1978

In the second half of the twentieth century teacher training in many Western countries was upgraded from secondary school to university level, sometimes through mergers. In 1971 teacher training at the Iceland College of Education, established in 1907, was upgraded by law to university level. For a few years the new University College of Education had a hybrid function serving students enrolled both at secondary and tertiary levels. The purpose of this study and ► article by Gunnar Börkur Jónasson, Allyson Macdonald and Guðrún Kristinsdóttir was to analyse forces affecting teacher education around the time of the upgrading. The response of the administration when the university level programme did not meet the expectations of some students and teachers is examined. So too is why and how the introduction in 1978 of the socalled ‘thematic approach’ (í. þemanám) accounted for some of the factors affecting the teacher education programme, including the questions of theory and practice and the status of education as a field of study in academia. The study is based on documentary analysis of published and unpublished material and data from interviews taken in 2002 and 2003 with ten key informants who had participated in most of the changes being studied. Much was unsettled during the first years after the upgrading to university level and especially after the grammar school function was finally phased out in 1977. Most of the staff had to teach at both levels, and those appointed to academic positions were also expected to carry out research. Enrolment in B.Ed. studies was low to begin with so the experience of providing university-level teacher education was slow to develop, and students became restless. The establishment of the School Research Division (SRD) in 1966 and the law on compulsory education from 1974 influenced developments in teacher education, although the University College of Education functioned independently of the SRD and the law in 1974 did not address teacher education. ► See article.

An English Academic Writing Course for Secondary Schools: A Pilot Study

Bóklestur á ensku - Úr safni Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Recent studies suggest that there is a dissonance between the focus of EFL in-struction in Icelandic secondary schools and the English needs of Icelandic students at university and in the work force (Anna Jeeves, 2013; Birna Arnbjörnsdóttir, 2011; Birna Arnbjörnsdóttir & Hafdís Ingvarsdóttir, 2010; Robert Berman, 2011). The results of these studies indicate an emphasis on basic conversational (often receptive) English skills, that secondary students attain outside of the classroom, at the expense of formal academic literacy skills needed for study at the tertiary level. Recently, the Department of English at the University of Iceland developed a series of special writing courses designed to enhance students’ English academic proficiency. One of the courses was deemed appropriate for secondary school. ► This article by Birna Arnbjörnsdóttir and Patricia Prinz describes the adaptation and implementation of one of the university courses at the secondary level. The article outlines the art and architecture of the course, that focuses on awareness of different genres, demonstrations and scaffolded practice prior to production of academic text. The article presents some qualitative outcomes from a pilot iteration of the project. The findings suggest that students find writing less interesting than other activities such as watching movies, but that they recognize the future value of instruction aimed at enhancing their academic English proficiency. ► See article.

Nýlegar rannsóknir á stöðu enskukennslu og enskunáms í framhaldsskólum benda til þess að meiri áherslu vanti á akademíska ensku, bæði ritaða og talaða (Anna Jeeves, 2013; Birna Arnbjörnsdóttir, 2011; Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2010; Robert Berman, 2011). Ósamræmi virðist vera milli áhersluþátta í kennslu á framhaldsskólastigi og þarfa nemenda í háskólastarfi eða atvinnulífinu. Nemendur í framhaldsskólum almennt virðast hafa ánægju af enskunámi en kvarta yfir því að enskunámið bæti litlu við þá ensku sem þau læra utan skólans sem er almennt talmál sem þau heyra oftar en þau beita því í samskiptum og þegar í háskóla er komið, vanti upp á enskukunnáttuna (Anna Jeeves, 2010, 2013). Rannsóknir á enskufærni háskólanema styðja þessi viðhorf en liðlega þriðjungur stúdenta á erfitt með að tileinka sér texta á ensku (Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2010). Til að mæta þörfum íslenskra nemenda hefur námsbraut í ensku við Háskóla Íslands þróað röð námskeiða í akademískri ensku bæði fyrir enskunema og aðra háskólastúdenta. Í framhaldi af því var ákveðið að aðlaga eitt ritunarnámskeiðanna að þörfum framhaldsskólanema og prófa í framhaldsskóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ritunarkennslan byggir á fjórum grunnstoðum: vitundarvakningu á mismunandi málsniðum, kynningu og dæmum, æfingu og mikilli ritun. Matið leiddi í ljós að nemendum fannst ýmislegt skemmtilegra en að fást við ritun, til dæmis að horfa á kvikmyndir, en áttuðu sig á notagildi verkefna sem þjálfuðu færni í enskri akademískri ritun fyrir framtíðina. ► Sjá grein.

An emerging research ethos 1998–2004: A case study from a merger in teacher education in Iceland

Nemar og kennarar við tölvur í Smiðju

The aim of this case study and ► article by Allyson Macdonald is to identify factors that influenced the research culture and the emerging research ethos in the Iceland University of Education (IUE) during the years 1998–2004. The IUE was formed in 1998 when four organizations merged, only one of which had staff with a salaried responsibility for research prior to the merger. The study analyses published documents, as well as summaries of research activity and other information, collected between 1998–2004, in order to describe internal assimilation and external adaptation, as well as interactions be-tween the two. Artefacts, basic assumptions and espoused values underpin the emergence of the culture (Schein, 2010). Attempts were made to strengthen the research infrastructure in the institution as staff members grappled with the need to engage in discovery, the scholarly activity defined by Boyer (1990) to be most like research. The IUE was characterized by new management structures, as well as provision of support and incentives. Staff motives for carrying out research influenced and were influenced by internal developments. The organizational culture was affected also by the external research environment, especially the changing research structures at the larger University of Iceland (UI) and changes in national research policy in science and technology. The interaction between assimilation and adaptation is apparent in the request for a national evaluation of educational research and in the development of research policy documents. There was some conflict between the tendency of staff to work on integration and application, as defined by Boyer (1990), and the external pressure to further develop discovery as a scholarly activity. The conflict arose in part because many of the staff were service-oriented in their work but the form of discovery dominating the external environment was oriented towards pure rather than applied research. The ethos of research activity was one of cautious optimisim about the value of research and growing self-confidence in carrying it out, tinged however with reluctant compliance with measures taken by management. The IUE and its staff wanted to be credible players in the field of research. ► See article.

Greinin er á ensku og fjallar um rannsóknarmenningu í mótun við samruna stofnana í kennaramenntun á Íslandi 1998–2004. Markmið tilviksrannsóknarinnar sem hér er lýst er að greina þætti, sem höfðu áhrif á rannsóknarumhverfi og starfsanda við Kennaraháskóla Íslands fyrstu sex árin eftir sameiningu fjögurra stofnana í nýjum skóla. Fyrir sameiningu árið 1998 var Kennaraháskóli Íslands eina stofnunin þar sem rannsóknir voru skilgreindur þáttur í störfum starfsmanna. Rannsóknin byggir á greiningu birtra upplýsinga, sem og samantektum á rannsóknarstarfsemi árin 1998–2004 til að lýsa innri samlögun og aðlögun að ytra umhverfi og samverkun þessara tveggja þátta. Verkfæri, grunnforsendur og yfirlýst gildi mynda grundvöll að mótun menningar við hina nýju stofnun (Schein, 2010). Reynt var að styrkja innviði rannsókna á meðan starfsfólk reyndi að mæta kröfum um að stunda rannsóknir (e. discovery). Stjórnunarhættir sem veittu stuðning og hvatningu til rannsókna voru teknir upp. Ástæður starfsfólks til að stunda rannsóknir mótuðust af og höfðu áhrif á innra umhverfi stofnunarinnar. Ytra rannsóknarumhverfi, einkum breytingar í Háskóla Íslands og stefnu hins opinbera í vísindum og tækni, hafði einnig áhrif á stofnanamenninguna. Samspil samlögunar og aðlögunar kemur glöggt fram í beiðni um úttekt á menntarannsóknum á Íslandi og á þróun rannsóknarstefnu. Það var ekki endilega samræmi á milli tilhneigingar starfsfólks til að vinna að samþættingu (e. integration) og beitingu (e. application) þekkingar samkvæmt skilgreiningu Boyer (1990) og ytri þrýstings um að stunda grunnrannsóknir (e. discovery). Togstreitan var að hluta til komin vegna löngunar starfsfólks til að veita þjónustu og kröfu yfirvalda um að stunda frekar grunnrannsóknir en hagnýtar rannsóknir. Starfsandinn einkenndist af varkárni og bjartsýni með keim af undirgefni. Stofnunin og starfsfólkið vildi standa sig vel í rannsóknum. ► Sjá grein.

Tilraun um aukinn sveigjanleika náms við Háskólann á Akureyri

Grein Eyglóar Björnsdóttur fjallar um tilraun þar sem námskeið við Háskólann á Akureyri voru kennd með miklum sveigjanleika hvað snertir stund og stað fremur en að litið væri á þau sem staðnám eða fjarnám eins og venjan er við skólann. Í greininni er kynnt rannsókn sem gerð var meðal nemenda í einu þessara námskeiða að námskeiði loknu til að kanna reynslu nemendanna af því að stunda háskólanám með þessum hætti. Nemendurnir voru ánægðir með tilhögun námskeiðsins, skipulag og innihald. Þeim fannst námskeiðið krefjandi en áhugavert og töldu sig margt hafa lært.

Þekkingarsamfélög eða skyndimenntunarstaðir?

Grein Guðmundar Ævars Oddssonar varar við varhugaverðri þróun í íslensku háskólasamfélagi, því sem höfundur nefnir McDonalds-væðingu háskólanáms. Höfundur leggur út frá eigin reynslu og kenningu bandaríska félagsfræðingsins George Ritzer. Mat höfundar er að íslenskir háskólar þróist í þá átt að verða skyndimenntunarstaðir. Undirrótin er ásamt fleiru ofuráhersla á hagræðingu og vöruvæðingu háskólamenntunar. Lausn höfundar felst í því að auka kröfur til nemenda og kennara og hætta að reka háskóla eins og framleiðslufyrirtæki. Pistillinn var skrifaður í tilefni af 25 ára afmæli Háskólans á Akureyri.