20/02/2018

Nokkur orð um röðun framhaldsskóla í Frjálsri verslun

Grein Magnúsar Þorkelssonar fjallar um röðun framhaldsskóla á Íslandi eftir röðunarkerfi Frjálsrar verslunar. Röðun skóla (e. ranking) er vel þekkt víða um heim. Á Íslandi var henni beitt vorið 2011 af blaðinu Frjálsri verslun (FV) og aftur 2012. Greinin fjallar um röðun sem aðferð og lítur á alþjóðlega umræðu um efnið. Hún lýsir þáttum sem varða íslenska skólakerfið og röðun skóla. Að því búnu rekur hún inntak og aðferðir íslensku kannananna 2011 og 2012 og leiðir að þeirri niðurstöðu að þær standist ekki samanburð við röðun í öðrum löndum. Aðferðafræðin sé of einföld, gögn ekki gagnleg og ekki gefi haldbæra niðurstöðu að raða skólum í eina töflu. Kallað er eftir því að stjórnvöld og skólar búi til gott kerfi.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Fjölgreinabraut í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Í annarri grein Tinnu Kristbjargar Halldórsdóttur og Sigrúnar Harðardóttur um úrræði og þjónustu við nemendur með sérþarfir, einkum vegna ADHD, sértækra námserfiðleika og sálfélagslegra vandkvæða, fjalla þær um fjölgreinabraut sem starfrækt var til reynslu við Menntaskólann á Egilsstöðum. Fjallað er um aðdraganda að stofnun brautarinnar, nemendahópinn á brautinni og námið sem þar var boðið upp á. Einnig er lýst fjölþættu mati á árangri af tilraunaverkefninu. Í lok greinarinnar eru hugleiðingar höfunda um þróun á úrræðum fyrir nemendur eins og þá sem brautina sóttu.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla: Vandi og ávinningur

Grein Kristínar Bjarnadóttur segir frá hægferðaráfanganum Stærðfræði 102 í fjölbrautaskóla. Í ljós kom að mun meiri áhersla var lögð á algebru en aðalnámskrá sagði fyrir um en lítil sem engin á samvinnuverkefni eða ritgerðir.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Einstaklingsmiðun og sérstakur stuðningur í framhaldsskóla

Grein Sigrúnar Harðardóttur og Tinnu Kristbjargar Halldórsdóttur lýsir þróunarstarfi við Menntaskólann á Egilsstöðum um úrræði og þjónustu við nemendur með sérstakar þarfir á almennri braut. Í þessari fyrstu grein af fleirum um þetta þróunarstarf við skólann segir frá því hvernig leitað hefur verið leiða í átt að einstaklingsmiðuðu námi.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Kynjakerfið og viðhorf framhaldsskólanema

Grein Gerðar Bjarnadóttur og Guðnýjar Guðbjörnsdóttur fjallar um viðhorf framhaldsskólanema til þess að brjóta upp hefðbundin kynjamynstur. Byggt er á spurningalista sem lagður var fyrir 111 nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Svör kynjanna reyndust marktækt ólík.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Er hægt að spara í framhaldsskólanum með heimspeki?

Í þessari grein Kristínar Sætran færir höfundur rök fyrir því að heimspeki sé vænleg leið til að sporna gegn námsleiða. Námsleiði virðist hrjá framhaldsskólanemendur illilega og vera einn aðalorsakavaldur brottfalls úr skóla. Brottfallið er þjóðfélaginu gífurlega kostnaðarsamt og ekki síst þess vegna er rétt að hugleiða allt sem koma mætti til greina til að minnka það. Heimspeki styrkir hugsun og virkni, hún veitir frelsi en krefst líka agaðrar hugsunar, hún ýtir undir forvitni og spurn og í heimspeki er borin virðing fyrir margbreytileikanum. Kennsla þar sem áhersla er lögð á þessa þætti spornar gegn tilgangs- og tilbreytingarleysi, ósjálfstæði og ónógri áskorun, en einmitt þessir þættir stuðla að brottfalli. Hin heimspekilega nálgun getur nýst í tengslum við fjölmargar námsgreinar. Þarft er að kynna hvernig þættir heimspekinnar geta unnið gegn námsleiða um leið og kallað er eftir frumkvæði kennara því þeir einir ráða því sem gerist innan skólastofunnar.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Samþætting námsgreina hefur fleiri kosti en galla – Sagt frá þróunarverkefni við Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í grein Berglindar Axelsdóttur, Hrafnhildar Hallvarðsdóttur og Sólrúnar Guðjónsdóttur er sagt frá þróunarverkefninu SNÆ við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Verkefnið fólst í samþættingu námsgreina og tók yfir þrjú skólaár. Markmiðum verkefnisins er lýst og sagt frá undirbúningi þess og framkvæmd. Fjallað er um samþættingu námsgreina, námsmat, erlent samstarf og mat lagt á verkefnið í heild. Meginniðurstaða höfunda er að nám með þessum hætti hafi mun fleiri kosti en ókosti. Berglind Axelsdóttir, Hrafnhildur Hallvarðsdóttir og Sólrún Guðjónsdóttir Höfundar eru kennarar við Fjölbrautaskóla Snæfellinga. – Sjá grein.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Hvaða áhrif hafði Aðalnámskráin frá 1999 á bóknámsbrautir framhaldsskóla?

Í grein Atla Harðarsonar er því lýst hvaða breytingar áttu að verða á kennslu í stærðfræði, raungreinum og sögu með Aðalnámskránni frá 1999 og að hve miklu leyti þær voru framkvæmdar af kennurum. Meginniðurstöður eru að kennsla í átta skólum hafi ekki orðið samræmd í þeim mæli sem Aðalnámskrá krafðist og áhugi er á að hverfa aftur til fyrri hátta.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Veginn og léttvægur fundinn? Íslenski framhaldsskólinn í evrópskum samanburðartölum

Í grein Helga Skúla Kjartanssonar rýnir höfundur í ýmsar og ólíkar tölur sem tíðkast að vitna í til marks um það hve algengt sé að ungir Íslendingar ljúki framhaldsskólanámi seint eða aldrei. Misræmi í tölum reynist eiga sér ýmsar skýringar, en vandinn er raunverulegur, áskorun sem íslenskt skólakerfi verður að svara.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Velferð kennara er lykillinn að öflugum framhaldsskóla – Rannsókn á starfsánægju og starfsumhverfi

Grein Guðrúnar Ragnarsdóttur, Ásrúnar Matthíasdóttur og Jóns Friðriks Sigurðssonar segir frá rannsókn sem ætlað var að kanna starfsánægju, líðan og starfsumhverfi á meðal framhaldsskólakennara á Íslandi. Þótt mikill meirihluti þátttakenda segðist vera ánægður í starfi taldi um helmingur þeirra sig vera undir töluverðu starfstengdu álagi sem reyndist hafa áhrif á starfsánægju þeirra.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest