23/04/2018

Tilraun um aukinn sveigjanleika náms við Háskólann á Akureyri

Grein Eyglóar Björnsdóttur fjallar um tilraun þar sem námskeið við Háskólann á Akureyri voru kennd með miklum sveigjanleika hvað snertir stund og stað fremur en að litið væri á þau sem staðnám eða fjarnám eins og venjan er við skólann. Í greininni er kynnt rannsókn sem gerð var meðal nemenda í einu þessara námskeiða að námskeiði loknu til að kanna reynslu nemendanna af því að stunda háskólanám með þessum hætti. Nemendurnir voru ánægðir með tilhögun námskeiðsins, skipulag og innihald. Þeim fannst námskeiðið krefjandi en áhugavert og töldu sig margt hafa lært.