20.9.2013
Kristín Bjarnadóttir
Stærðfræðimenntun á tuttugustu öld: Áhrif Ólafs Daníelssonar

Ólafur Dan Daníelsson (1877–1957) lauk Mag.Scient.-prófi í stærðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 1904, gaf út Reikningsbók árið 1906 og lauk við doktorsritgerð á sviði rúmfræði árið 1909, fyrstur Íslendinga. Meðal kennara hans var Julius Petersen, kunnur kennslubókahöfundur. Ólafur réðst að Kennaraskóla Íslands við stofnun hans 1908 og mótaði síðar stærðfræðideild við Menntaskólann í Reykjavík. Ólafur samdi fjórar kennslubækur í stærðfræði og varð öðrum fyrirmynd. Kennsla hans og kennslubækur, sér í lagi í reikningi og algebru, mótuðu stærðfræðimenntun á Íslandi fram á miðjan áttunda áratug tuttugustu aldar. Afstaða Ólafs var strangfræðileg, hann taldi taldi stærðfræði fullkomnasta vísindagreina og vildi skýra hana frá rótum.