20.8.2013
Henry Alexander Henrysson
Skoðanir, siðferði, samfélag: Enn um gagnrýna hugsun

Skortur á gagnrýninni hugsun hefur verið mikið í umræðunni í íslensku samfélagi undanfarin ár. Sú umræða hefur meðal annars náð inn í nýja aðalnámskrá. Skilningur á þessu hugtaki virðist þó ekki hafa aukist í jöfnu hlutfalli við aukna umræðu. Jákvæðri og skapandi hugsun er jafnvel teflt fram sem nauðsynlegu mótvægi við gagnrýna hugsun. Í þessari grein er leitast við að lýsa mismunandi túlkunum á hugtakinu með því að svara þeirri spurningu hvort gagnrýnin hugsun sé ekki einmitt jákvæð, skapandi og uppbyggileg.