20/02/2018

Grunnþættir menntunar í aðalnámskrá og fagmennska kennara: Hugleiðing til heiðurs Ólafi J. Proppé

Í grein Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar ræði höfundur hvaða áhrif má ætla að hugmyndir um svokallaða grunnþætti menntunar í nýrri aðalnámskrá hafi á hlutverk kennara og fagmennsku þeirra. Lagt er út frá grein sem Ólafur J. Proppé skrifaði árið 1992 um fagmennsku kennara og skólastarf. Niðurstaðan er m.a. sú að mestu skipti að kennarar taki frumkvæði að breytingum sem stuðli að því að nemendur verði virkir þátttakendur. Greinin er í flokki greina um kennaramenntun til heiðurs Ólafi J. Proppé sjötugum á tíu ára afmæli Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest