18.8.2014
Birna Sigurjónsdóttir og Börkur Hansen
Gildi og áherslur skólastjóra í grunnskólum í Reykjavík

Rannsóknin byggir á viðtölum við skólastjóra í 22 grunnskólum í Reykjavík. Hún leiðir í ljós áherslu skólastjóra á faglegt forystuhlutverk, árangur nemenda og umhyggju fyrir velferð og líðan nemenda og starfsfólks. Um helmingur viðmælenda virtist líta á það sem sitt meginhlutverk að beita sér sem faglegir leiðtogar í skólastarfi og rúmlega þriðjungur virtist leggja mesta áherslu á nám og árangur. Í skólum þar sem fagleg forysta virðist styrk birtist það meðal annars í því að millistjórnendur eru tengiliðir milli skólastjóra og kennarahópa. Styrkur skólastjóranna virðist framar öðru felast í þeirri umhyggju sem þeir bera fyrir starfsfólki og nemendum