20/02/2018

Fleiri vindar blása: Viðhorf reyndra framhaldsskólakennara til breytinga í skólastarfi 1986–2012

Lög um framhaldsskóla árið 2008 og útgáfa aðalnámskrár árið 2011 fólu í sér verulega stefnubreytingu frá fyrri viðmiðum um skólastarfið. Í þessari ► grein Árnýjar Helgu Reynisdóttur og Ingólfs Ásgeirs Jóhannessonar segir frá sýn reyndra framhaldsskólakennara á breytingar í skólastarfi 1986 til 2012. Höfundar tóku viðtöl við tólf kennara í fjórum framhaldsskólum til að varpa ljósi á reynslu þeirra af breytingum í starfi sínu frá útgáfu fyrstu samræmdu námskrárinnar fyrir framhaldsskóla árið 1986. Niðurstöður benda til þess að hlutverk kennaranna hafi breyst töluvert, t.d. fylgja því fleiri uppeldis- og kennslufræðilegar áskoranir sem rekja má til breyttrar samfélagsgerðar og fjölbreyttari nemendahóps. Viðhorf nemendanna hafa breyst, þeim finnst ekki lengur „merkilegt“ að vera í framhaldsskóla, þeir eru lítt móttækilegir fyrir upplýsingum sem hópur, þeir gera kröfur um athygli sem ein-staklingar og eru síður pólitískt meðvitaðir. Þá var nefnt að verkefnavinna hefði aukist á kostnað prófa. Einnig hefði skrifleg umsýsla aukist, ekki síst eftir tilkomu upplýsingatækni.  Aðalnámskráin frá 1999 var mörgum minnisstæð og ný aðalnámskrá frá 2011 fékk fremur jákvæða dóma. Sumir töldu miklar breytingar fram undan og voru reiðubúnir að takast á við þær en aðrir töldu ekki ástæðu til róttækra breytinga.  ► Sjá grein.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest