20/02/2018

Fjölgreinabraut í Menntaskólanum á Egilsstöðum

Í annarri grein Tinnu Kristbjargar Halldórsdóttur og Sigrúnar Harðardóttur um úrræði og þjónustu við nemendur með sérþarfir, einkum vegna ADHD, sértækra námserfiðleika og sálfélagslegra vandkvæða, fjalla þær um fjölgreinabraut sem starfrækt var til reynslu við Menntaskólann á Egilsstöðum. Fjallað er um aðdraganda að stofnun brautarinnar, nemendahópinn á brautinni og námið sem þar var boðið upp á. Einnig er lýst fjölþættu mati á árangri af tilraunaverkefninu. Í lok greinarinnar eru hugleiðingar höfunda um þróun á úrræðum fyrir nemendur eins og þá sem brautina sóttu.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest