24/05/2018

Special Issue 2014 – Diversity in Education: Teachers and Learners

Ölduselsskóli - Samsett mynd af nemendum eftir nemendur - TH

Netla – Online Journal on Pedagogy and Education or simply Netla (e. Nettle) was founded in 2002 and is published by the School of Education at the University of Iceland. This particular issue, ► Netla – Online Journal on Pedagogy and Education: Special Issue 2014 – Diversity in Education: Teachers and Learners, is published in cooperation with Diverse Teachers for Diverse Learners or DTDL, a research project and network of scholars in Britain, Canada, Finland, Iceland and Norway. The issue features six peer reviewed articles by twelve authors of different nationalities. ► See further.

Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun: Sérrit 2014 – Diversity in Education: Teachers and Learners er gefið út á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, eins og önnur rit Netlu en að þessu sinni í samvinnu við Diverse Teachers for Diverse Learners eða DTDL, rannsóknarnet og verkefni fræðimanna frá Bretlandi, Finnlandi, Íslandi, Kanada og Noregi. Í ritinu eru sex ritrýndar greinar eftir tólf höfunda af ýmsu þjóðerni. ► Sjá nánar.

Designing for a childhood focusing on conservation and sustainability

Koala-björn í Lone Pine, Ástralíu.

In this ► article by Svanborg R. Jónsdóttir and Julie Davis the authors present the development of a project that combines the environment of the Lone Pine Koala and wildlife sanctuary, a children’s day care centre and aims of sustainability. The first author, visiting the site from Iceland, was introduced to the project by the second author. They discuss the importance of sustainability education (SE) and describe the project and the collaboration of the Lone Pine Sanctuary with the Queensland University of Technology. The ideas for the Lone Pine childcare centre build on the Reggio Emilia philosophy of the whole community raising the child and respecting children’s strengths and interests. The intention for early learning in the centre is that experiences will be enhanced by an environmental and conservation focus including routine excursions to the sanctuary. Lone Pine Sanctuary leaders initiated a collaborative project with the Queensland University of Technology, based their expertise in Early Childhood Education for Sustainability. The collaboration created a cross-disciplinary net-work between academics and students from Early Childhood Education and Design. The authors conclude that the Lone Pine Project is an example of ambitious goal setting in SE based on quality collaborations between multiple partners. ► See article.

Í ► grein þeirra Svanborgar R. Jónsdóttur og Julie Davis segja höfundar frá þróun verkefnis sem snýst um að koma á laggirnar leikskóla í dýragarðinum Lone Pine Koala, sem auk koalabjarna hýsir margar tegundir af villtum áströlskum dýrum. Leikskólinn mun starfa með sjálfbærni að leiðarljósi. Fyrsti höfundur greinarinnar heimsótti dýragarðinn í september 2014 og annar höfundur kynnti honum verkefnið. Í greininni ræða höfundar um mikilvægi sjálfbærnimenntunar og lýsa verkefninu og samstarfi starfsmanna í dýragarðinum Lone Pine og Queensland University of Technology (QUT). Hugmyndir um fyrirhugaðan leikskóla byggja á hugmyndafræði Reggio Emilia þar sem allt samfélagið á að taka þátt í uppeldi barnanna og starfið byggir á styrkleikum og áhugamálum þeirra. Markmiðið er að nám barnanna í leikskólanum eflist með reynslu af starfi sem byggir á áherslum um umhverfisvernd og reglulegum heimsóknum í dýragarðinn. Starfsmenn Lone Pine höfðu frumkvæði að samstarfi við QUT til að njóta sérfræðiþekkingar þeirra á leikskólastarfi með sjálfbærni að leiðarljósi. Samstarfið leiddi af sér þverfaglegt verkefni innan háskólans og við Lone Pine þar sem nemendur í leikskólafræðum annars vegar og hönnun og listum hins vegar unnu saman ásamt fræðimönnum. Höfundar komast að þeirri niðurstöðu að verkefnið um leikskóla í Lone Pine sé dæmi um metnaðarfulla markmiðssetningu í menntun til sjálfbærni byggðri á gæðasamstarfi margra aðila. ► Sjá grein.

Student demands and thematic learning at the University College of Education in Iceland in 1978

In the second half of the twentieth century teacher training in many Western countries was upgraded from secondary school to university level, sometimes through mergers. In 1971 teacher training at the Iceland College of Education, established in 1907, was upgraded by law to university level. For a few years the new University College of Education had a hybrid function serving students enrolled both at secondary and tertiary levels. The purpose of this study and ► article by Gunnar Börkur Jónasson, Allyson Macdonald and Guðrún Kristinsdóttir was to analyse forces affecting teacher education around the time of the upgrading. The response of the administration when the university level programme did not meet the expectations of some students and teachers is examined. So too is why and how the introduction in 1978 of the socalled ‘thematic approach’ (í. þemanám) accounted for some of the factors affecting the teacher education programme, including the questions of theory and practice and the status of education as a field of study in academia. The study is based on documentary analysis of published and unpublished material and data from interviews taken in 2002 and 2003 with ten key informants who had participated in most of the changes being studied. Much was unsettled during the first years after the upgrading to university level and especially after the grammar school function was finally phased out in 1977. Most of the staff had to teach at both levels, and those appointed to academic positions were also expected to carry out research. Enrolment in B.Ed. studies was low to begin with so the experience of providing university-level teacher education was slow to develop, and students became restless. The establishment of the School Research Division (SRD) in 1966 and the law on compulsory education from 1974 influenced developments in teacher education, although the University College of Education functioned independently of the SRD and the law in 1974 did not address teacher education. ► See article.

Sýn stjórnenda framhaldsskóla á nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í námskrárfræðilegu ljósi

Stúlkur í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Í rannsókn og ► grein Svanborgar R. Jónsdóttur, Meyvants Þórólfssonar, Jóhönnu Karlsdóttur og Gunnars E. Finnbogasonar er rætt um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í framhaldsskóla í ljósi af viðhorfum skólastjóra og námskrárfræðum. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt (NFM) hefur verið kynnt sem menntun er þjónar efnahagslegum þörfum samfélagsins en á seinni árum einnig sem menntun sem getur eflt einstaklinginn sem skapandi og gagnrýninn þjóðfélagsþegn. Margvísleg tækifæri má sjá í núgildandi námskrá framhaldsskóla fyrir nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þó svo að námssviðið hafi ekki verið kynnt sem sérstök námsgrein eða skilgreindir áfangar þar. Haustið 2012 hófu Nýsköpunarmiðstöð Íslands og tvö ráðuneyti ásamt fleiri samstarfsaðilum sameiginlegt átak um að efla þátt þessa námssviðs í framhaldsskólum. Samstarfið hófst með könnun á núverandi stöðu námssviðsins. Vefkönnun var lögð fyrir stjórnendur framhaldsskóla, þar sem meðal annars var spurt um stöðu nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar í hverjum skóla fyrir sig, afstöðu stjórnenda til námssviðsins og þáttar þess í kennaramenntun og hvernig þeir myndu skilgreina það. Svanborg R. Jónsdóttir annaðist greiningu gagna í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í framhaldi af því fengu höfundar þessarar greinar og Rannsóknarstofa um námskrá, námsmat og námsskipulag (NNN) leyfi til að greina niðurstöður opinna spurninga nánar með hliðsjón af flokkunarkerfi Michael Schiro (2008) í námskrárfræðum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að stjórnendur sjái margvísleg tækifæri felast í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og skilgreina flestir námssviðið í anda nemendamiðaðrar námskrár og samfélagsmiðaðrar námskrár. Nánar voru rannsökuð tvö tilvik um nýsköpunar- og frumkvöðlamennt í skólastarfi og leiddu þau í ljós sterka tengingu við samfélag og jafn-framt áherslu á skapandi og sjálfstæða hugsun.  ► Sjá grein.
_____________________________

Nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga (Ljósmynd: Gísli Kristinsson)

Undirbúningur framhaldsskólanemenda fyrir notkun ensku í háskólanámi

Háskólanemar á Menntavísindasviði

Í þessari ► grein Gerðar Guðmundsdóttur og Birnu Arnbjörnsdóttur er varpað ljósi á ákveðið misræmi sem myndast hefur milli opinberrar stefnu í kennslu ensku og breyttrar stöðu ensku í íslensku málumhverfi. Rýnt er í nýlegar rannsóknir á stöðu ensku á Íslandi, á viðhorfum íslenskra nemenda til gagnsemi enskunáms í framhaldsskóla og viðhorfum nemenda í Háskóla Íslands til eigin færni til að takast á við námsefni á ensku (Anna Jeeves, 2010; Birna Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir, 2010). Þær rannsóknir gefa vísbendingu um að um þriðjungur nemenda eigi í erfiðleikum með að skilja námsbækur á ensku í háskólanámi en um 90% námsefnis á háskólastigi er á ensku. Í þessari rannsókn er reynt að varpa frekara ljósi á þann undirbúning sem nemendur fá í framhaldsskólum. Í þeim tilgangi eru skoðaðar áherslur og inntak áfanga í ensku í tveimur aðalnámskrám og fjórum nýlegum skólanámskrám, einkum með tilliti til áherslu á akademíska ensku. Í ljós kemur að hvorki í aðalnámskrá frá 1999 né 2011 er lögð sérstök áhersla á að undirbúa nemendur fyrir lestur námsefnis í háskólanámi. Í nýjum skólanámskrám eru hins vegar áfangar þar sem lögð er áhersla á markvissan undirbúning af þessu tagi. Höfundar telja að meiri áhersla þurfi að vera á akademíska ensku í framhaldsskólum og að slík enska eigi jafnvel heima á fjórða hæfniþrepi en ekki því þriðja sem er hæsta hæfniþrep fyrir erlend tungumál samkvæmt núgildandi námskrá. Þá er bent á að gera þurfi skýrari greinarmun á færni til að lesa fræðigreinar og bókmenntatexta og að mikil áhersla á efri stigum á bókmenntir geti verið á kostnað annars konar textategunda (e. genre). Einnig er sett fram sú spurning hvort ekki þurfi að setja ákveðnari og skýrari viðmið en nú er um færni í ensku til að hefja háskólanám á Íslandi og erlendis. Lesþjálfun nemenda á framhaldsskólastigi þyrfti því að vera markvissari til að undirbúa þá til að takast á við ýmsar gerðir texta sem líklegt er að þeir þurfi að glíma við í námi og starfi. ► Sjá grein.

Kyngervi, hörundslitur, fötlun og stétt í kvikmyndinni Intouchables

Driss og Philippe í Intouchables

Samhengi menningar og fötlunar er áhugavert viðfangsefni og með því að skoða mismunandi menningarafurðir er hægt að fá vísbendingar um mismunandi gildi og viðmið samfélaga. Leiknar kvikmyndir eru dæmi um slíka menningarafurð, geta gefið vísbendingar um tíðarandann og haft áhrif á viðhorf almennings. Í ► grein Kristínar Björnsdóttur og Kristínar Stellu L’orange er rýnt í frönsku kvikmyndina Intouchables sem var frumsýnd árið 2011, sló mörg aðsóknarmet og var tilnefnd til fjölda verðlauna. Myndin fjallar um fatlaðan auðkýfing og aðstoðarmann hans, sem er „ómenntaður“ innflytjandi frá Senegal og hefur enga faglega þekkingu á því hvernig aðstoða eigi fatlað fólk í daglegu lífi. Birtingarmyndir fatlaðs fólks í kvikmyndum byggja oft á tíðum á staðalímyndum um hið „afbrigðilega“ en slíkar staðalímyndir má einnig finna um aðra minnihlutahópa. Í kvikmyndinni er aðalsögupersónunum stillt upp sem andstæðupörum — fátækur og ríkur, ófatlaður og fatlaður, svartur og hvítur — og í þessari grein er því lýst með hjálp kenninga um samtvinnun hvernig þessar hugsmíðar tvinnast saman og draga fram ríkjandi kynjamisrétti, kynþáttafordóma, hæfishroka og stéttahroka. Þrátt fyrir að kvikmyndin kunni á yfirborðinu að virðast einföld saga tveggja ólíkra manna, þá má þegar betur er að gáð greina í henni flókin samfélagsmynstur mismununar og forréttinda. Í greininni er dregið fram með rökum hvernig myndin bæði ýtir undir og grefur undan ríkjandi hugmyndafræði, allt eftir því frá hvaða sjónarhorni á hana er horft. ► Sjá grein.

Netnotkun íslenskra ungmenna og mörk sem foreldrar setja þeim um netnotkun

Netnotkun hefur aukist mikið síðasta áratuginn og er orðin stór hluti af daglegu lífi margra, einnig ungmenna. Tækniþróun hefur leitt til þess að komast má á Netið næstum hvar og hvenær sem er. Í þessari ► grein Hjördísar Sigursteinsdóttur, Evu Halapi og Kjartan Ólafssonarer skýrt frá niðurstöðum rannsóknar á netnotkun ungmenna í 9. og 10. bekk grunnskóla á Íslandi og hvort foreldrar setji ungmennunum einhverjar reglur eða mörk varðandi hana. Byggt er á gögnum sem safnað var í rannsóknarverkefni um netávana (netfíkn) meðal ungmenna í Evrópu (EU NET ADB). Markmið rannsóknarverkefnisins var að meta algengi og áhrifaþætti netávana meðal evrópskra ungmenna. Blönduðum rannsóknaraðferðum var beitt við gagnaöflun, spurningalistakönnun og hálfstöðluðum viðtölum við ungmenni sem mældust með netávana. Meginniðurstöður eru þær að allir þátttakendur í 9. og 10. bekk grunnskóla nota Netið og tveir af hverjum þremur gera það daglega eða nánast daglega. Strákar verja meiri tíma á Netinu en stelpur eða að meðaltali um tveimur og hálfri klukkustund á dag á móti tveimur klukkustundum hjá stelpum. Um 1% þátttakenda í rannsókninni hafði einkenni netávana og um 7% til viðbótar töldust vera í áhættuhópi vegna netávana. Nærri 60% foreldra settu því sjaldan eða aldrei mörk hversu lengi ungmennin máttu vera á Netinu. Ungmenni sem rætt var við í eigindlegum hluta rannsóknarinnar töldu sig almennt hafa stjórn á netnotkun sinni en mörg hver voru þó jafnframt á þeirri skoðun að netnotkun þeirra væri orðin meiri en eðlilegt gæti talist. Tengja mátti leiða, einmanaleika og flótta frá raunveruleikanum við netnotkun ungmennanna sem rætt var við í eigindlegum hluta rannsóknarinnar. ► Sjá grein.

Íþróttaþátttaka íslenskra ungmenna: Þróun íþróttaþátttöku og greining á félagslegum áhrifaþáttum

Drengir og þjálfarar

Frá og með seinni hluta tuttugustu aldar hefur íþróttaþátttaka vaxið það ört að fræðimenn hafa talað um „íþróttavæðingu samfélagsins“. Þessi aukna þátttaka á ekki síst við í íþróttum barna og ungmenna, sem eru í dag stærstur hluti þátttakenda í skipulögðu íþróttastarfi. Ástæður almennrar þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþróttastarfi má að einhverju leyti rekja til jákvæðra hugmynda almennings um slíkt starf þar sem litið er á íþróttafélög sem hluta af uppeldisstofnunum samfélagsins og því heppilegan vettvang fyrir samfélagslega aðlögun barna og ungmenna. En samhliða þessari þróun hefur fjölbreytni aukist í íþróttastarfi þar sem athæfi af sífellt fleira tagi fellur undir hefðbundna íþróttaskilgreiningu. Athæfi sem ekki endilega mætir væntingum um jákvæða þróun uppeldis fyrir ungt fólk. Þessari ► grein Viðars Halldórssonar er ætlað að varpa ljósi á íþróttaiðkun íslenskra ungmenna, skoða þróun skipulagðs íþróttastarfs og sérstaklega að skoða hverjir eru líklegastir til að taka þátt í íþróttum eftir ólíkum leiðum hér á landi. Greinin byggir á viðamiklum gögnum Rannsókna og greiningar á ungu fólki með megináherslu á könnun sem gerð var vorið 2014 meðal nemenda í 8.–10. bekk allra grunnskóla á Íslandi. Niðurstöður sýna að mun fleiri ungmenni stunda nú skipulagt íþróttastarf en árið 1992. Ennfremur hefur hlutfall þeirra sem æfa oft tvöfaldast hjá piltum og nærri þrefaldast hjá stúlkum á þessum árum. Íþróttaþátttaka í íþróttafélögum er mest meðal nemenda í 7. bekk en eftir það dregur jafnt og þétt úr þátttöku ungs fólks í skipulögðu íþróttastarfi. Þátttakan eykst aftur á móti í íþróttum utan íþróttafélaga. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að ýmsir félagslegir þættir hafi áhrif á hvort og með hvaða hætti ungmenni stunda íþróttir. Þættir eins og kyn, aldur, búseta, heimilisgerð, hvatning foreldra, tengsl við vini og íþróttatengd virðing vina, tengjast allir íþróttaþátttöku ungmenna. Í þessu samhengi er mikilvægt að líta til þess að félagslegar hindranir geta haldið ákveðnum hópum ungs fólks frá uppeldisvænu tómstundastarfi á borð við skipulagt íþróttastarf. ► Sjá grein.

Single-parent immigrant families in Iceland: Lives and educational experiences of their children

This ► article by Fuhui Chen and Hanna Ragnarsdóttir recites a study which was aimed to explore what situations immigrant single-parent families face in Iceland, their process of integration into Icelandic society and the educational experiences of their children. This is a qualitative interview study where 11 participants were recruited through a purposive sampling strategy. Data was collected in 2012 through semi-structured in-depth interviews. The main significance of the study is to give a minority group a voice while also providing important information for Icelandic society and educational system. Findings of the study indicate that the families and their children initially experienced difficulties in society and schools, partly related to marginalization and discrimination. However, social support systems, such as support from social networks and financial support from the state, and school support systems, such as special school support, do have positive effects on the lives of these families. According to the findings of this study, it is clear that the work-family conflict is alleviated by the financial and social support system. All the parents interviewed in this study are concerned about preserving their children’s mother tongue, but all of them put their first consideration on their children’s Icelandic language learning. Discontinuities between home and school are also discovered in this study. Most children in this study experienced marginalization in Icelandic schools, particularly in the first few months of attending the schools, when they were rejected by groups of Icelandic children.
See article.

Reynsla nemenda í Verkmenntaskólanum á Akureyri af þróunarverkefni um stutta starfsnámsbraut

Suða - Sótt af vef VMA

Í þessari ► grein Hjalta Jóns Sveinssonar og Rúnars Sigþórssonar er fjallað um tilraunaverkefni sem miðaði að því að koma á fót stuttri starfsnámsbraut innan Almennrar brautar við Verkmenntaskólann á Akureyri (VMA) skólaárin 2011–2012 og 2012–2013. Markmið greinarinnar er að lýsa tilraunaverkefninu og greina frá reynslunni af því frá sjónarhóli nemendanna sem tóku þátt í því fyrstu tvö árin, reynslu þriggja starfsmanna skólans af verkefninu og mati þeirra á því að hvaða marki það kom til móts við þarfir nemendanna. Starfsnámsbrautin er liður í viðleitni VMA til að ná til nemenda í brotthvarfshættu með nýju og óhefðbundnu námsúrræði. Markmið starfsnámsbrautarinnar er að bjóða nemendum fræðslu um atvinnulífið og búa þá undir frekari þátttöku á vinnumarkaði að loknu framhaldsskólaprófi. Sjö nemendur af tólf sem hófu starfsnámið haustið 2011 luku námi á vorönn 2012 og höfðu staðfest skólavist á næsta hausti. Af sex manna hópi sem innritaðist á starfsnámsbrautina haustið 2012 höfðu fimm lokið því námi sem þeir voru skráðir í og staðfest skólavist ári síðar. Í viðtölum sem tekin voru við nemendurna sem tóku þátt í náminu og dagbókum frá nokkrum þeirra kom fram að þeir voru allir ánægðir með námið og töldu það hafa verið gagnlegt enda þótt þeir væru enn óráðnir um framtíð sína að öðru leyti en því að ætla að halda áfram námi við VMA. Starf þeirra á vinnustöðunum gekk í öllum tilvikum vel. Kennslustjórum Almennu brautarinnar og umsjónarkennara námsins bar saman um að það hefðu verið vonbrigði að fimm nemendur hurfu frá náminu fyrra árið. Engu að síður er það niðurstaða rannsóknarinnar að starfsnámið hafi sannað gildi sitt fyrir þá nemendur sem luku skólaárinu og að þeir hefðu að öllum líkindum hætt í skólanum að loknu fyrsta námsári ef þeir hefðu ekki átt kost á þessu úrræði. ► Sjá grein.

Verkfæri þjóðminninga: Tyrkjaránið í skólabókunum – Fyrri hluti

Tyrkjaránið - Þröstur Magnússon teiknaði í Íslandssögu Þorleifs Bjarnasonar.

Í þessari ► fyrri grein Þorsteins Helgasonar um verkfæri þjóðminninga segir frá því hvernig fjallað er um Tyrkjaránið skólabókum fram yfir miðja tuttugustu öld. Kennslubækur í skólum og önnur námsgögn eru hagnýtt tæki í höndum kennara og nemenda en þær, ekki síst sögukennslubækur, eru einnig vitnisburður um viðhorf í samfélagi hvers tíma vegna stöðu sinnar sem viðurkennd og jafnvel kanóníseruð þekking sem höfundar telja sér skylt að koma á framfæri og þjóðfélagsleg kvöð segir til um. Í þessari rannsókn er könnuð umfjöllun um ákveðinn atburð í sögu Íslands, Tyrkjaránið árið 1627. Teknar eru til athugunar allar kennslubækur sem til náðist frá 1880 til 2010 þar sem tímabil ránsins er á dagskrá. Í fyrsta hluta, sem hér liggur fyrir, er numið staðar um 1970. Í fyrstu kennslubókum fram yfir aldamótin 1900 var frásögnin í mótun og hafði ekki tekið á sig mót þjóðernisviðhorfa af fullum þunga. Það beið einkum Íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu sem kom fyrst út 1916–1918 og reyndist lífseigust flestra kennslubóka. Texti Jónasar er greindur í lengra máli en annað efni þar sem hann hefur lengi verið viðmið í söguritun á landinu. Frásögn hans er mjög læsileg en jafnframt hlaðin mælskulistarbrögðum þar sem hagræðing, hliðrun, hálfsögur og þögn eru veigamiklir þættir. Þegar litið er á heildina kemur upp mynd af þrískiptingu þátttakendanna: grimmlyndum ræningjum, kúguðum Íslendingum (þó með vissa sjálfsbjargarviðleitni) og dáðlausum Dönum (með „hyski sínu“). Lesandanum/barninu gefst færi á að samsama sig „sínu“ fólki og greina sig frá grimmum óaldarlýð og duglausum Dönum. Þeim sem næst fjölluðu um Tyrkjaránið tókst ekki að heilla lesendur að sama skapi og Jónas enda var þjóðernismóðurinn runninn af þeim. Nánast alltaf var þessi atburður þó ómissandi í sögukennslubókunum og kallaði á myndræna framsetningu í Sögunni okkar árið 1960 með samtímaskírskotunum. Hún bendir fram til fjölbreyttara úrvals kennslubóka eftir 1960 sem fjallað verður um í næstu grein. ► Sjá grein.

Brot úr starfi Brúarásskóla: Hver og einn er einstakur

Krakkar í Brúarásskóla að steikja pylsur á opnum eldi.

Í ► grein Stefaníu Malenar Stefánsdóttur segir frá áhugaverðu skólastarfi í fámennum skóla Fljótsdalshéraði. Brúarásskóli hefur vakið athygli fyrir frjótt og skapandi skólastarf og var valinn Nýsköpunarskóli ársins í flokki minni skóla árin 2012 og 2013. Útikennsla er fastur liður í starfinu, tvær útikennslustofur eru við skólann og ein kennsluvika í hverjum mánuði er útikennsluvika. Kennarar skólans hafa verið þátttakendur í þróunarverkefnum og öllu námsmati skólans hefur verið umbylt á síðustu árum. Margar skemmtilegar hefðir einkenna starfið, dans er kenndur á öllum stigum og á hverju ári er settur upp frumsaminn söng-leikur þar sem allir nemendur skólans fara með hlutverk, spila á hljóðfæri og semja sum lögin í sýningunni. Tónlistarskóli er starfandi í húsakynnum skólans og þar stunda um 90% nemenda grunnskólans nám á skólatíma. Við skólann er dýrahús þar sem nemendur halda hænur, kanínur og naggrísi. Þangað fara afgangar úr mötuneytinu og svo eru eggin úr hænunum notuð í heimilisfræðikennslu. Skólinn er Grænfánaskóli og annað hvert ár er valið nýtt þema tengt náttúru og umhverfisvernd að vinna með. Á tveggja vikna fresti fá nemendur með sér heim hjartaása þar sem umsjónarkennarar hafa skrifað til þeirra jákvæð skilaboð. ► Sjá grein.