19/02/2018

Lagt í vörðuna: Geðræktarverkefni fyrir miðstig grunnskóla

Grein Fríðu Björnsdóttur, Guðrúnar Þórðardóttur og Guðbjargar Daníelsdóttur fjallar um þróunar- og geðræktarverkefnið Lagt í vörðuna. Helstu markmið verkefnisins eru að auka vellíðan nemenda, efla sjálfsmynd þeirra, gera þá meðvitaðri um andlega líðan og kenna þeim leiðir til að draga úr vanlíðan.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Er hægt að vera óhlutdrægur í rannsóknum?

Grein Guðmundar Sæmundssonar snýst um hlutlægni eða óhlutdrægni þess sem rannsakar. Tilgangur greinarinnar er að hvetja alla rannsakendur til að huga að hlutlægni sinni og vekja til umhugsunar og umræðu um hvernig það verði best gert.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Um ljóð og ljóðakennslu í grunnskólum

Grein Önnu Þorbjargar Ingólfsdóttur er um ljóð og ljóðakennslu í grunnskólum. Sjónum er meðal annars beint að því hvers konar ljóða grunnskólabörn njóta helst og vilja fást við. Höfundur leggur áherslu á að kennarar gleymi ekki hinum skapandi þætti tungumálsins.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Heildarmat í grunnskólum Reykjavíkur 2007–2010

Í grein Birnu Sigurjónsdóttur er fjallað um verkefnið Heildarmat á skólastarfi á Menntasviði Reykjavíkur. Sagt er frá undirbúningi matsins og greint frá því hvert þekking og fyrirmyndir hafa verið sóttar. Greint er frá gagnaöflun, mati á gæðum kennslustunda, matsskýrslu skóla og takmörkunum sem í matinu felast. Á grundvelli matsins gera skólastjórar umbótaáætlun við sinn skóla.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Hverjir kenna íslensku, hver er menntun þeirra og hver eru tengsl menntunar og sjálfstrausts í starfi?

Grein Ragnars Inga Aðalsteinssonar, Ingibjargar B. Frímannsdóttur og Sigurðar Konráðssonar lýsir rannsókn sem tók til allra grunnskólakennara og gefur til kynna að um 84% þeirra hafa kennt íslensku sem bekkjarkennarar og 37% sem greinakennarar. Mat á eigin getu við íslenskukennsluna hélst í hendur við menntun kennaranna á þessu sviði. Stór hluti þeirra sem síst treystu sér til að kenna íslensku höfðu kennt hana.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Hvaða áhrif hafði Aðalnámskráin frá 1999 á bóknámsbrautir framhaldsskóla?

Í grein Atla Harðarsonar er því lýst hvaða breytingar áttu að verða á kennslu í stærðfræði, raungreinum og sögu með Aðalnámskránni frá 1999 og að hve miklu leyti þær voru framkvæmdar af kennurum. Meginniðurstöður eru að kennsla í átta skólum hafi ekki orðið samræmd í þeim mæli sem Aðalnámskrá krafðist og áhugi er á að hverfa aftur til fyrri hátta.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Veginn og léttvægur fundinn? Íslenski framhaldsskólinn í evrópskum samanburðartölum

Í grein Helga Skúla Kjartanssonar rýnir höfundur í ýmsar og ólíkar tölur sem tíðkast að vitna í til marks um það hve algengt sé að ungir Íslendingar ljúki framhaldsskólanámi seint eða aldrei. Misræmi í tölum reynist eiga sér ýmsar skýringar, en vandinn er raunverulegur, áskorun sem íslenskt skólakerfi verður að svara.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Reikningsbók Eiríks Briem

Grein Kristínar Bjarnadóttur lýsir athugun höfundar á kennslubók sr. Eiríks Briem í reikningi en áhrifa hennar gætti allan síðasta þriðjung nítjándu aldar og fram á tuttugustu öld. Á því tímabili urðu miklar þjóðfélagsbreytingar á Íslandi. Athugun á verkefnum bókarinnar bregður upp áhugaverðum þjóðlífsmyndum af viðskiptaháttum bænda og kaupmanna og sígandi breytingum á búsetu og högum landsmanna.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Ruslakista eða raunhæf menntun? Viðhorf skólastjórnenda og kennara til lífsleikni í grunnskólum

Í grein Aldísar Yngvadóttur segir frá niðurstöðum rannsóknar á kennslu og viðhorfum skólastjórnenda og kennara til lífsleikni í grunnskólum. Þær benda til þess að lífsleikni sé kennd að lágmarki eina stund í viku í hverjum árgangi í allflestum skólum og að talsverð breidd sé í notkun námsefnis. Minnihluti skóla virðist gera lífsleikniáætlun en viðhorf kennara og skólastjórnenda til lífsleikni og námskrár eru mjög jákvæð.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Að vitsmunir barnanna þroskist á náminu …

Í grein Hafþórs Guðjónssonar er því haldið fram að skólastarf á Íslandi sé bundið á klafa hugmynda sem kynda undir einstefnumiðlun af hálfu kennara en ætli nemendum takmarkað vitsmunalegt hlutverk. Skólafólk þurfi að huga betur að félagslegum hugmyndum um nám sem beina athygli að tengslum námsathafna, virkni og þroska.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Hvað er haldbær menntun?

Grein Ólafs Páls Jónssonar fjallar um sýn okkar á menntun. Samkvæmt viðtekinni sýn er það í fagmennsku sem siðferði og þekking tengjast, en þar fyrir utan má búa yfir fullgildri þekkingu – án þess að það komi siðferði manns við. Hér er lögð til sýn á menntun þar sem það að búa yfir þekkingu og skynsemi er ekki tæknilegt úrlausnarefni heldur siðferðilegt viðfangsefni.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest

Velferð kennara er lykillinn að öflugum framhaldsskóla – Rannsókn á starfsánægju og starfsumhverfi

Grein Guðrúnar Ragnarsdóttur, Ásrúnar Matthíasdóttur og Jóns Friðriks Sigurðssonar segir frá rannsókn sem ætlað var að kanna starfsánægju, líðan og starfsumhverfi á meðal framhaldsskólakennara á Íslandi. Þótt mikill meirihluti þátttakenda segðist vera ánægður í starfi taldi um helmingur þeirra sig vera undir töluverðu starfstengdu álagi sem reyndist hafa áhrif á starfsánægju þeirra.

Sýna fleirum: Email this to someoneShare on FacebookShare on LinkedInTweet about this on TwitterShare on TumblrPin on Pinterest