Sérrit: Tvímælis: Heimspeki menntunar og skólakerfi nútímans

Þetta rit er inngangur að heimspeki menntunar. Það inniheldur gagnrýna umfjöllun um hugmyndir sem stundum er gengið að sem gefnum þegar rætt er um skólamál. Ritið inniheldur tólf kafla sem hver lýsir hugtakalegum ógöngum eða rökum sem vísa í ólíkar áttir. Hverjum kafla lýkur með spurningum fyrir lesanda. Þótt fæstum þeirra sé beinlínis svarað er rökstutt að hugsunarleysi um þær ali af sér afglöp í stjórn og uppbyggingu skólakerfisins.

Höfundur: Atli Harðarson   ► Sjá grein