Grein: Heterósexísk orðanotkun íslenskra framhaldsskólanema

Fjallað er um rannsókn á heterósexískri orðanotkun íslenskra framhaldsskólanemenda. Markmiðið var að skoða íslenskar birtingarmyndir slíkrar orðanotkunar. Algengi orðanotkuninnar var misjafnt og hærra hlutfall þátttakenda taldi að þeir væru líklegri til að nota heterósexískt orðalag utan skólans. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslenskir framhaldsskólanemendur noti heretrósexískt orðalag í mismiklum mæli en margir upplifi óþægindi af að heyra það. Ef hægt er að draga úr slíku orðalagi gæti það haft jákvæð áhrif á nemendur í námi og í framtíðinni.

Höfundar: Aðalbjörg Eva Aðalsteinsdóttir og Jón Ingvar Kjaran ► Sjá grein