Stærðfræðikunnátta nema við upphaf kennaranáms. Samanburður áranna 1992 og 2014

Haustið 2014 var gerð könnun á stærðfræðikunnáttu nýnema við Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Spurningalisti, sem áður hafði verið notaður árið 1992, var lagður fyrir. Greinin segir frá og ber saman helstu niðurstöður frá báðum árum. Stærðfræðikunnátta kennaranema þótti ekki nægilega góð árið 1992 og var enn verri árið 2014. Fæstir nýnemar í kennaranámi bæta við sig miklu námi í stærðfræði og því er ljóst að flestir grunnskólakennarar eiga lítið formlegt stærðfræðinám að baki annað en úr grunn- og framhaldsskóla. Í greininni eru settar fram hugleiðingar og viðbrögð við niðurstöðunum.

Höfundar: Freyja Hreinsdóttir og Friðrik Diego ► Sjá grein