Teymisvinna og forysta: Birtingarmynd fimm árum eftir að innleiðingarferli faglegs lærdómssamfélags lauk

Á árunum 2009-2012 var gerð starfendarannsókn í nýjum grunnskóla í þéttbýli. Þar var rannsakað hvaða þýðingu forysta stjórnenda hafði fyrir þróun starfshátta í nýjum skóla og hvað studdi hana. Niðurstöður sýndu að teymisvinna var einkennandi fyrir skólastarfið og að kennarar í teymum tóku forystu á ýmsan hátt með stjórnendum. Fimm árum seinna var gerð eftirfylgnirannsókn. Nemendum skólans hafði fjölgað og miklar breytingar orðið í starfsmannahópnum. Teymisvinna var þó enn við lýði og innri umgjörð skólans studdi við samkennslu árganga, samstarf og leiðsögn. Í greininni er greint frá helstu niðurstöðum eftirfylgnirannsóknarinnar og þær skoðaðar í samhengi við fyrri niðurstöður.

Höfundar: Birna María B. Svanbjörnsdóttir ► Sjá grein